Fleiri fréttir

Kobe og Shaq mætast á jóladag í fjórða sinn á fimm árum

NBA-deildin í körfubolta er búin að gefa út leikjadagskránna fyrir næsta tímabil og þar varð það ljóst að Kobe Bryant og Shaquille O’Neal munu enn einu mætast á jóladag síðan að upp úr slitnaði á milli á sínum tíma.

Ægir Þór gaf flestar stoðsendingar í Bosníu

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska 18 ára landsliðsins, gaf flestar stoðsendingar í b-deild Evrópukeppninnar sem lauk í Bosníu í gær. Íslenska liðið vann fjóra síðustu leiki sína og tryggði sér 13. sætið með öruggum sigri á Dönum.

Spurs-liðið var á taugum yfir meiðslum Tony Parker

Tony Parker er þessa daganna á fullu að undirbúa sig undir Evrópukeppnina með franska landsliðinu en Frakkar taka þátt í undankeppni um síðustu sætin inn í úrslitamót EM sem fram fer í Póllandi í september. Parker varð fyrir meiðslum á ökkla og á mjöðm í æfingaleik á móti Austurríki.

Michael Jordan fær einkasýningu í Frægðarhöllinni

Frægðarhöll NBA-deildarinnar í körfubolta býr sig núna undir það að taka á móti einum allra besta körfuboltamanni allra tíma - Michael Jordan. Jordan verður tekinn inn í Frægðarhöllina 11. september næstkomandi og að því tilefni fær hann sérstaka einkasýningu í höllinni þar sem finna má allskyns hluti tengdum ferli hans.

Ben Wallace gæti verið á leiðinni aftur til Detroit

NBA-liðið Detroit Pistons er enn að leita sér af stórum leikmanni til að fullkoma leikmannahóp sinn fyrir næsta tímabil og svo gæti farið að þeir til mannsins sem átti miðjuna í Detroit á árunum 2000 til 2006.

Lamar Odom verður áfram hjá Lakers eftir allt saman

Það leit allt út fyrir að Lamar Odom væri að yfirgefa meistaralið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta en af því varð ekki því odom náði samkomulagi við Lakers um að spila áfram með liðinu. Það er talað um að hann hafi gert þriggja ára samning með möguleika á fjórða árinu.

ÍG bjargaði Hetti frá falli í 2. deild

Það hefur orðið breyting á liðum í 1. deild karla í körfubolta þrátt fyrir að nú sé mitt sumar. Það hefur einnig verið dregið í töfluröð í deildinni.

Kobe Bryant vill klára ferilinn með Lakers

Kobe Bryant ætlar sér að enda NBA-ferillinn þar sem hann byrjaði eða sem leikmaður Los Angeles Lakers. Kobe sem er 30 ára gamall varð NBA-miestari með liðinu í fjórða sinn í júní.

Bryant bjartsýnn á að Odom semji við Lakers

Kobe Bryant vonast til þess að Lamar Odom verði áfram hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en samningamálin fóru upp í loft á dögunum. Odom hefur verið orðaður við Miami upp á síðkastið.

Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell

Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót.

Yao Ming ekkert með næsta tímabil

Yao Ming, leikmaður Houston Rocket, er á leið í aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann hlaut í rimmunni gegn Los Angeles Lakers. Meðferð sem hann hefur undirgengst í sumar hefur ekki virkað.

Marquis Daniels spilar með Boston næsta vetur

Marquis Daniels, fyrrum bakvörður Indiana Pacers og Dallas Mavericks, hefur náð samkomulagi við Boston Celtics um að spila með liðinu á næsta tímabili. Umboðsmaður kappans er búinn að staðfesta þetta í bandarískum fjölmiðlum.

Dwyane Wade biður Lamar Odom um að koma heim til Miami

Dwyane Wade ætlar að beita sínum áhrifum til að reyna að sannfæra Lamar Odom um að semja við Miami Heat víst að NBA-meistarnir í Los Angeles Lakers eru ekki lengur tilbúnir að bjóða Odom samning. Odom lék við hlið Dwyane Wade fyrir fimm árum þegar Wade var nýliði í deildinni.

Ólöf Helga ætlar að hjálpa nýliðunum næsta vetur

Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Ólöf Helga hefur spilað allan sinn körfuboltaferil í Grindavík og var meðal annars lykilmaður þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum.

Yao Ming búinn að kaupa gamla körfuboltaliðið sitt í Kína

Kínverski risa-miðherjinn Yao Ming er þegar farinn að huga að framtíð sinni í heimalandinu en hann hefur nú keypt sér körfuboltalið í Shanghai. Liðið heitir Shanghai Sharks eða Hákarlarnir frá Shanghai og er gamla liðið hans Yao sem hefur spilað með Houston Rockets í NBA-deildinni frá 2002.

Los Angeles Lakers hætt við að bjóða Lamar Odom samning

NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers virðast hafa gefist upp á því að reyna að ná samkomulagi við Lamar Odom sem var mikilvægur hlekkur í meistaraliði liðsins á síðasta tímabili. Jerry Buss, eigandi Lakers, er nú hættur við að bjóða Odom samning.

Shaq ætlar að koma með kung fú inn í NBA-deildina

Shaquille O'Neal notar sérstakar aðferðir til að undirbúa sig fyrir tímabilið við hlið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers. Hann er nú staddur í Kína á heimaslóðum kung fú íþróttarinnar sem hann hefur tekið ástfóstri við síðustu árin.

Griffin byrjar vel með Clippers: Sjö stig á fyrstu 75 sekúndunum

Blake Griffin var valinn fyrstur af Los Angeles Clippers í nýliðavali NBA-deildarinnar og í fyrsta leik sínum í sumardeildinni sýndi hann af hverju. Blake Griffin skoraði 27 stig og tók 12 fráköst í 93-82 sigri Clippers á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers.

Orlando ætlar ekki að missa Gortat - jafnaði óvænt tilboð Dallas

Dwight Howard getur áfram treyst á það að Marcin Gortat leysi sig af næstu fimm tímabilin því Orlando Magic hefur jafnað tilboð Dallas í pólska miðherjann sem var upp á 34 milljónir dollara fyrir fimm ára samning eða um 4,3 milljarða íslenskra króna.

Artest rappar til minningar um Jackson

Körfuboltamaðurinn Ron Artest hjá LA Lakers er mikill aðdáandi Michael Jackson. Hann hefur ákveðið að votta Jackson virðingu sína með því að taka upp hip-hop lag og breyta um treyjunúmer.

McGrady ekki lengur númer 1 - spilar í peysu númer 3

Tracy McGrady stjörnuleikmaður Houston Rockets ætlar að skipta um númer á næsta tímabili. McGrady hefur alltaf spilað númer 1 en hækkar treyjunúmer sitt nú upp í 3. Nýr leikmaður Houston-liðsins, Trevor Ariza, spilar í númer 1 hjá Rockets-liðinu á næsta vetri.

Anthony Parker kominn til Cleveland

Cleveland Cavaliers hefur gert samning við Anthony Parker um að hann leiki með liðinu næsta vetur en þessi 198 sm og 34 ára gamli leikmaður getur bæði spilað sem bakvörður og lítill framherji.

Grant Hill áfram í herbúðum Phoenix Suns

Umboðsmaður hins 36 ára gamla Grant Hill hefur staðfest að leikmaðurinn verði áfram hjá Phoenix Suns þrátt fyrir áhuga liða á borð við Boston Celtics og New York Knicks en hann framlengir samning sinn um eitt ár.

Titilvörn Vesturbæinga hefst í Iðunni

Körfuknattleikssamband Íslands er búið að draga í töfluröð í Iceland Express deild karla næsta vetur og birti yfirlit yfir fyrstu tvær umferðirnar á heimasíðu sinni í dag.

Wade: Enginn ágreiningur á milli mín og Riley

Stórstjarnan Dwyane Wade hjá Miami Heat vísar á bug sögusögnum um að honum og Pat Riley forseti félagsins komi ekki saman. Wade sendi stjórn félagsins skýr skilaboð í fjölmiðlum þegar hann sagði að styrkja þyrfti leikmannahópinn til muna við fyrsta tækifæri og það vantaði fleiri stór nöfn til félagsins.

Helgi Már búinn að semja við Solna Vikings

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon mun spila með sænska liðinu Solna Vikings á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Þar með er ljóst að KR-liðið hefur misst þrjá landsliðsmenn frá því í fyrra því áður höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ákveðið að spila erlendis.

Wallace: Boston besti möguleikinn á NBA-titli

Kraftframherjinn Rasheed Wallace var kynntur sem nýr leikmaður Boston Celtics á blaðamannafundi í gær en leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

McDyess farinn frá Pistons til Spurs

San Antonio Spurs gekk í gær frá félagsskiptum Antonio McDyess frá Detroit Pistons á frjálsri sölu en hann er annar leikmaðurinn á skömmum tíma til þess að yfirgefa Pistons þar sem Rasheed Wallace fór á dögunum til Boston Celtics.

Óvíst með endurkomu Yao Ming

Forráðamenn Houston Rockets eru enn í myrkrinu yfir meiðslum miðherjans Yao Ming sem gæti í versta falli misst af öllu næsta keppnistímabili í NBA-deildinni eftir að hafa fótbrotnað á vinstri fæti í annarri umferð úrslitakeppninnar gegn LA Lakers í Maí síðastliðnum.

Viðræðum Detroit Pistons og litla herforingjans slitið

Það verður ekkert af því að Avery Johnson taki við þjálfun NBA-liðsins Detroit Pistons eftir að það slitnaði upp úr viðræðunum í dag. Aðstoðarþjálfari Cleveland er nú líklegasti eftirmaður Michael Curry.

Wade vill fá stærri nöfn til Miami Heat

Stórstjarnan Dwyane Wade hjá Miami Heat hvetur forráðamenn félagsins til þess að gera allt til þess að félagið verði aftur samkeppnishæft um NBA-titilinn, eins fljótt og auðið er en Heat varð meistari í NBA-deildinni árið 2006.

Þrír ungir Norðurlandameistarar í EM-hóp A-landsliðsins

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla, hefur varið 22 mann æfingahóp fyrir fjóra leiki í seinni umferð b-deildar Evrópukeppninnar í haust. Íslenska landsliðið mætir þá Danmörku, Hollandi, Svatfjallalandi og Austurríki.

Rasheed Wallace fer til Boston Celtics

Boston Celtics stefna á að endurheimta NBA-titilinn eftir vonbrigði síðasta tímabils og hafa nú styrkt liðið með því að tryggja sér þjónustu kraftframherjans Rasheed Wallace á frjálsri sölu frá Detroit Pistons.

Shaq ætlar að vinna hring fyrir LeBron

Shaquille O´Neal og egóið hans er mætt til Cleveland. Shaq var ekki að spara stóru orðin frekar en fyrri daginn þegar hann var lentur í Cleveland.

Artest til LA Lakers

Önnur stór tíðindi voru í NBA-boltanum í dag þegar Ron Artest tilkynnti að hann væri á förum frá Houston Rockets til LA Lakers.

Sjá næstu 50 fréttir