Fleiri fréttir

Facebook bannar efni sem afneitar helförinni

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana.

Evrópu­sam­bandið hyggst beita Rúss­land þvingunum

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda.

Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk

Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands.

Evrópuríki hyggja á hertari aðgerðir

Hertar samkomutakmarkanir verða kynntar víða um Evrópu á næstu dögum en kórónuveirufaraldurinn er í miklum uppgangi víðast hvar í álfunni.

Milgrom og Wilson fá Nóbelinn í hagfræði

Bandarísku hagfræðingarnir Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson deila með sér Nóbelsverðlaununum í Hagfræði árið 2020 en frá þessu var greint í morgun í Stokkhólmi.

Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út.

Þjóðverjar vilja beita Lukashenko þvingunum

Utanríkisráðherra Þjóðverja vill að Alexander Lukashenko forseti Hvíta Rússlands verði settur á lista yfir áhrifamenn þar í landi sem beittir eru viðskiptaþvingunum.

Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni

Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans.

Trump segist ónæmur og hvergi banginn

Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði.

Læknir for­setans segir hann ekki smita lengur

Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni.

Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa

Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki.

Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum

Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið.

Fyrsta her­sýningin í Norður-Kóreu í tvö ár

Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður.

Sam­þykktu vopna­hlé í Na­gorno-Kara­bakh

Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu.

Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna

Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni.

Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið

Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða.

John Lennon hefði orðið áttræður í dag

John Ono Lennon hefði orðið áttræður í dag hefði hann lifað og er þess minnst með ýmsum hætti um allan heim. Tendrað verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkan níu í kvöld og verður sent út beint frá athöfninni á vef borgarinnar og listaverksins sjálfs.

Kín­verjar til liðs við CO­VAX

Kínverjar hafa nú ákveðið að ganga til liðs við COVAX-verkefnið, sem er samstarf þjóða heims um að dreifa væntanlegu bóluefni jafnt á meðal ríkja, óháð efnahag.

Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu

Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands.

Sjá næstu 50 fréttir