Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 SÝN 29. desember 2025 11:18 Sýn hlaut nýlega tilnefningu sem Besta íslenska vörumerkið 2025 í flokki fyrirtækja sem starfa á einstaklingsmarkaði og hafa 50 eða fleiri starfsmenn. Hér má sjá hóp kátra starfsmanna fyrirtækisins. Sýn hefur hlotið tilnefningu sem Besta íslenska vörumerkið 2025. Tilnefninguna hljóta vörumerki sem skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. „Þessi tilnefning er fyrst og fremst staðfesting á því að vinnan sem starfsfólk Sýnar lagði í endurmörkunarferlið er að skila sér,“ Guðmundur H. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Sýn. „Hún er líka hvatning til að halda áfram að byggja upp vörumerkið. Við höfum stundum sagt að það að kynna vörumerki á markað sé eins og að eignast barn. Allt starfsfólk Sýnar eru foreldrarnir og þurfa að hlúa að vörumerkinu og hjálpa því að vaxa og dafna þar sem vörumerkið er enn að slíta barnsskónum.“ „Lykilatriði í svona ferli er að ná starfsfólkinu með í vegferðina,“ segir Guðmundur H. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Sýn. Sýn fór í stefnumótun árið 2024 og eitt af verkefnunum sem kom út úr þeirri vinnu var að einfalda vörumerkjastefnu fyrirtækisins. „Markmiðin voru skýr: að draga úr flækjustigi fyrir viðskiptavini, auka samheldni á vinnustaðnum og ná meiri slagkrafti með því að einblína á færri vörumerki,“ segir Guðmundur. Vegferðina hófst með vinnustofu þar sem skilgreind voru um 200 verkefni sem þurfti að ráðast í til að hámarka árangurinn af endurmörkunarferlinu. „Í framhaldinu settum við af stað sex vinnustrauma sem unnir voru af teymum sérfræðinga sem komu víðsvegar að úr fyrirtækinu. Þegar leið á ferlið höfðu yfir 100 manns skrifað undir trúnaðarsamkomulag sem sýnir hversu yfirgripsmikið verkefnið var.“ Hvernig tryggðuð þið að innleiðingin gengi sem best fyrir sig? „Lykilatriði í svona ferli er að ná starfsfólkinu með í vegferðina. Ég tel að það hafi tekist afar vel, þó það reyndi að sjálfsögðu á enda eru sterkar tilfinningar tengdar vörumerkjum. Ferlið fól meðal annars í sér þá krefjandi ákvörðun að leggja til hliðar vörumerkið Stöð 2 sem hugrakkir frumkvöðlar byggðu upp á sínum tíma. Þegar við skoðum sögu fyrirtækjanna sem standa að baki Sýn er þó ljóst að kjarninn í arfleifðinni er einmitt hugrekkið til að gera breytingar og taka skref fram á við jafnvel þegar það virðist óskynsamlegt í augum þeirra sem hafa ekki alla myndina.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart í kjölfar endurmörkunar? „Það var hversu hratt það gekk fyrir sig að koma skilaboðunum áleiðis að fyrirtækið hefði farið í endurmörkun.Flestir fjölmiðlar fjölluðu mikið um breytinguna og vitundin um endurmörkunina var því mjög mikil strax í upphafi sem er ekki sjálfgefið. Einnig höfum við verið að fá mun jákvæðari viðbrögð við þessum breytingum en bjartsýnasta fólk þorði að vona. Þessi tilnefning er meðal annars gott dæmi um það.“ Tilnefnt er í fjórum flokkum og er Sýn tilnefnt sem besta vörumerkið á einstaklingsmarkaði hjá fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri. Fyrirtækið Brandr hefur haldið utan um þennan viðburð og eru 45 sérfræðingar á sínu sviði í valnefnd. Úrslit verða kynnt á verðlaunahátíð í Kaldalóni í Hörpu 19. febrúar nk. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
„Þessi tilnefning er fyrst og fremst staðfesting á því að vinnan sem starfsfólk Sýnar lagði í endurmörkunarferlið er að skila sér,“ Guðmundur H. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Sýn. „Hún er líka hvatning til að halda áfram að byggja upp vörumerkið. Við höfum stundum sagt að það að kynna vörumerki á markað sé eins og að eignast barn. Allt starfsfólk Sýnar eru foreldrarnir og þurfa að hlúa að vörumerkinu og hjálpa því að vaxa og dafna þar sem vörumerkið er enn að slíta barnsskónum.“ „Lykilatriði í svona ferli er að ná starfsfólkinu með í vegferðina,“ segir Guðmundur H. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Sýn. Sýn fór í stefnumótun árið 2024 og eitt af verkefnunum sem kom út úr þeirri vinnu var að einfalda vörumerkjastefnu fyrirtækisins. „Markmiðin voru skýr: að draga úr flækjustigi fyrir viðskiptavini, auka samheldni á vinnustaðnum og ná meiri slagkrafti með því að einblína á færri vörumerki,“ segir Guðmundur. Vegferðina hófst með vinnustofu þar sem skilgreind voru um 200 verkefni sem þurfti að ráðast í til að hámarka árangurinn af endurmörkunarferlinu. „Í framhaldinu settum við af stað sex vinnustrauma sem unnir voru af teymum sérfræðinga sem komu víðsvegar að úr fyrirtækinu. Þegar leið á ferlið höfðu yfir 100 manns skrifað undir trúnaðarsamkomulag sem sýnir hversu yfirgripsmikið verkefnið var.“ Hvernig tryggðuð þið að innleiðingin gengi sem best fyrir sig? „Lykilatriði í svona ferli er að ná starfsfólkinu með í vegferðina. Ég tel að það hafi tekist afar vel, þó það reyndi að sjálfsögðu á enda eru sterkar tilfinningar tengdar vörumerkjum. Ferlið fól meðal annars í sér þá krefjandi ákvörðun að leggja til hliðar vörumerkið Stöð 2 sem hugrakkir frumkvöðlar byggðu upp á sínum tíma. Þegar við skoðum sögu fyrirtækjanna sem standa að baki Sýn er þó ljóst að kjarninn í arfleifðinni er einmitt hugrekkið til að gera breytingar og taka skref fram á við jafnvel þegar það virðist óskynsamlegt í augum þeirra sem hafa ekki alla myndina.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart í kjölfar endurmörkunar? „Það var hversu hratt það gekk fyrir sig að koma skilaboðunum áleiðis að fyrirtækið hefði farið í endurmörkun.Flestir fjölmiðlar fjölluðu mikið um breytinguna og vitundin um endurmörkunina var því mjög mikil strax í upphafi sem er ekki sjálfgefið. Einnig höfum við verið að fá mun jákvæðari viðbrögð við þessum breytingum en bjartsýnasta fólk þorði að vona. Þessi tilnefning er meðal annars gott dæmi um það.“ Tilnefnt er í fjórum flokkum og er Sýn tilnefnt sem besta vörumerkið á einstaklingsmarkaði hjá fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri. Fyrirtækið Brandr hefur haldið utan um þennan viðburð og eru 45 sérfræðingar á sínu sviði í valnefnd. Úrslit verða kynnt á verðlaunahátíð í Kaldalóni í Hörpu 19. febrúar nk. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira