Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2025 14:14 Verð var tekið í stórum keðjum og hjá Apple verslunum í hinum ýmsu löndum. Getty Airpods Pro 3 kosta 28 til 65 prósent meira á Íslandi en í átta samanburðarlöndum. Verðmunurinn er mun meiri en á nýjum iPhone símum. Þetta kemur fram í úttekt Verðlagseftirlitsins á nýútkomnum vörum frá tæknifyrirtækinu Apple. Í tilkynningu segir að vörurnar hafi verið kynntar í byrjun september og sala á þeim hafist í liðinni viku. „Skoðað var verð á nýju iPhone línunni, tveimur hulstrum framleiddum af Apple og nýjum Airpods Pro ómvölum. Verðbilið milli íslenskra söluaðila og erlendra var minnst á símunum en mest á Airpods Pro, en hulstrin féllu þar á milli. Verð var tekið í stórum keðjum og hjá Apple verslunum í hinum ýmsu löndum. Af þeim aðilum sem skoðaðir voru var Elgiganten í Svíþjóð næst íslensku verðlagi, 7% undir íslensku verði að meðaltali. Þar kosta nýir iPhone símar svo gott sem það sama og á Íslandi. Hins vegar kosta nýjar Airpods Pro 3 ómvölur 28% meira á Íslandi en í sænska systurfyrirtæki ELKO. Verðbilið breikkar lítillega í Apple-búðinni í Danmörku og er orðið 40% sunnan landamæranna í Þýskalandi. Þó eru allir evrópsku verðpunktarnir á vörunni svipaðri innbyrðis en gagnvart Íslandi. Bandaríkin, heimaland Apple, skera sig svo úr þar líkt og í verði símanna sjálfra. Þar kosta Airpods Pro 3 ígildi rétt rúmra 30 þúsund króna. Taka þarf fram að bandarísk verð eru gefin upp án söluskatts, sem er í sumum fylkjum enginn, en getur verið yfir 10%. Alls voru 17 vörur bornar saman og 206 verðathuganir framkvæmdar. Miðað var við verð og gengi sunnudaginn 21. september,“ segir í tilkynningunni. ASÍ Verðlag Neytendur Apple Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst við að bilanatíðnin sé sú sama á Íslandi Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Verðlagseftirlitsins á nýútkomnum vörum frá tæknifyrirtækinu Apple. Í tilkynningu segir að vörurnar hafi verið kynntar í byrjun september og sala á þeim hafist í liðinni viku. „Skoðað var verð á nýju iPhone línunni, tveimur hulstrum framleiddum af Apple og nýjum Airpods Pro ómvölum. Verðbilið milli íslenskra söluaðila og erlendra var minnst á símunum en mest á Airpods Pro, en hulstrin féllu þar á milli. Verð var tekið í stórum keðjum og hjá Apple verslunum í hinum ýmsu löndum. Af þeim aðilum sem skoðaðir voru var Elgiganten í Svíþjóð næst íslensku verðlagi, 7% undir íslensku verði að meðaltali. Þar kosta nýir iPhone símar svo gott sem það sama og á Íslandi. Hins vegar kosta nýjar Airpods Pro 3 ómvölur 28% meira á Íslandi en í sænska systurfyrirtæki ELKO. Verðbilið breikkar lítillega í Apple-búðinni í Danmörku og er orðið 40% sunnan landamæranna í Þýskalandi. Þó eru allir evrópsku verðpunktarnir á vörunni svipaðri innbyrðis en gagnvart Íslandi. Bandaríkin, heimaland Apple, skera sig svo úr þar líkt og í verði símanna sjálfra. Þar kosta Airpods Pro 3 ígildi rétt rúmra 30 þúsund króna. Taka þarf fram að bandarísk verð eru gefin upp án söluskatts, sem er í sumum fylkjum enginn, en getur verið yfir 10%. Alls voru 17 vörur bornar saman og 206 verðathuganir framkvæmdar. Miðað var við verð og gengi sunnudaginn 21. september,“ segir í tilkynningunni.
ASÍ Verðlag Neytendur Apple Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst við að bilanatíðnin sé sú sama á Íslandi Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Sjá meira