Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2025 11:44 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að berja af sér ágenga Egypta en útilokar ekki að þjálfa félagslið samhliða landsliðinu. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ. Handkastið.net greindi frá tíðindunum í morgun. Snorri Steinn hafi verið í viðræðum við Zamalek, sem er einn tveggja risa í egypskum handbolta. Í samtali við Vísi segir Snorri Steinn Egyptana hafa verið ágenga í sókn sinni eftir kröftum hans og hann hafnað liðinu ítrekað. „Ég hafnaði því. Þeir gengu heldur vasklega fram. Það er kannski best að orða það þannig. Þeir sýndu mikinn áhuga og þetta stóð yfir í svona mánuð sirka. Ég er nú búinn að hafna þessu nokkrum sinnum en þeir voru þrautseigir,“ segir Snorri Steinn í samtali við íþróttadeild. Aðspurður um hvort starfið hafi heillað segir hann: „Nógu mikið til að ég ræddi við þá. En ég fór ekkert út [að hitta forráðamenn félagsins] eða svoleiðis. Þetta heillaði alveg eitthvað, en eitt og annað. Tímapunkturinn hentaði mér ekki persónulega, og fjölskyldunni,“ segir Snorri Steinn. Heyrir reglulega frá félagsliðum Snorri kveðst reglulega fá fyrirspurnir frá félagsliðum vegna þjálfarastarfs. Það er alþekkt í handboltaheiminum að þjálfara sinni félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfi. Taki Snorri Steinn við félagsliði þýðir það því ekki að hann hætti með Ísland, heldur sinni báðu. Hann kveðst opinn fyrir því að koma sér aftur í félagsliðaboltann, eftir að hafa hætt með Val til að taka við landsliðinu árið 2023. „Það kemur alveg fyrir [að hann heyri frá félagsliðum]. Það rignir ekkert inn símtölum en þegar þú ert landsliðsþjálfari þá ertu kannski meira á markaðnum en ef þú ert með félagslið. Ég hef ekkert verið að leitast eftir því eða viljað það, þannig séð. Ég finn það kannski aðeins fyrst núna að mig langar ef til vill í eitthvað meira. En hitt [landsliðsþjálfarastarfið] er alveg nógu krefjandi þegar verkefnin standa yfir allavega,“ segir Snorri Steinn. Ekki eirðarlaus en til í daglega vinnu Er sem sagt komið eitthvað eirðarleysi í þig? „Ég segi ekki eirðarleysi en ég finn mun á því þegar ég tók fyrst við landsliðinu. Þá vildi ég bara komast inn í það og fannst þá gott að vinna bara með landsliðið; að setja mig inn í það, og venjast því og kynnast því umhverfi. Ég segi ekki að maður sé fulllærður í því en mér finnst ég kominn inn í þá rútínu og veit hvað ég er að fara út í. Að því leytinu til, ég segi ekki að ég sé að leita [að starfi hjá félagsliði] en ég er opnari fyrir einhverju öðru samhliða landsliðsþjálfarastarfinu,“ segir Snorri Steinn sem virðist sakna þess að vera á þjálfaragólfinu dagsdaglega. Landsliðsþjálfarastarfið takmarkast við örfáa landsliðsglugga á ári. Eðlilega þurfi þó ávallt að taka fjölskylduaðstæður inn í myndina. „Ég á konu og þrjú börn og þetta er mikið púsluspil og það er kannski fyrst og fremst sem setti strik í reikninginn varðandi Egyptaland,“ segir Snorri Steinn. Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Handkastið.net greindi frá tíðindunum í morgun. Snorri Steinn hafi verið í viðræðum við Zamalek, sem er einn tveggja risa í egypskum handbolta. Í samtali við Vísi segir Snorri Steinn Egyptana hafa verið ágenga í sókn sinni eftir kröftum hans og hann hafnað liðinu ítrekað. „Ég hafnaði því. Þeir gengu heldur vasklega fram. Það er kannski best að orða það þannig. Þeir sýndu mikinn áhuga og þetta stóð yfir í svona mánuð sirka. Ég er nú búinn að hafna þessu nokkrum sinnum en þeir voru þrautseigir,“ segir Snorri Steinn í samtali við íþróttadeild. Aðspurður um hvort starfið hafi heillað segir hann: „Nógu mikið til að ég ræddi við þá. En ég fór ekkert út [að hitta forráðamenn félagsins] eða svoleiðis. Þetta heillaði alveg eitthvað, en eitt og annað. Tímapunkturinn hentaði mér ekki persónulega, og fjölskyldunni,“ segir Snorri Steinn. Heyrir reglulega frá félagsliðum Snorri kveðst reglulega fá fyrirspurnir frá félagsliðum vegna þjálfarastarfs. Það er alþekkt í handboltaheiminum að þjálfara sinni félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfi. Taki Snorri Steinn við félagsliði þýðir það því ekki að hann hætti með Ísland, heldur sinni báðu. Hann kveðst opinn fyrir því að koma sér aftur í félagsliðaboltann, eftir að hafa hætt með Val til að taka við landsliðinu árið 2023. „Það kemur alveg fyrir [að hann heyri frá félagsliðum]. Það rignir ekkert inn símtölum en þegar þú ert landsliðsþjálfari þá ertu kannski meira á markaðnum en ef þú ert með félagslið. Ég hef ekkert verið að leitast eftir því eða viljað það, þannig séð. Ég finn það kannski aðeins fyrst núna að mig langar ef til vill í eitthvað meira. En hitt [landsliðsþjálfarastarfið] er alveg nógu krefjandi þegar verkefnin standa yfir allavega,“ segir Snorri Steinn. Ekki eirðarlaus en til í daglega vinnu Er sem sagt komið eitthvað eirðarleysi í þig? „Ég segi ekki eirðarleysi en ég finn mun á því þegar ég tók fyrst við landsliðinu. Þá vildi ég bara komast inn í það og fannst þá gott að vinna bara með landsliðið; að setja mig inn í það, og venjast því og kynnast því umhverfi. Ég segi ekki að maður sé fulllærður í því en mér finnst ég kominn inn í þá rútínu og veit hvað ég er að fara út í. Að því leytinu til, ég segi ekki að ég sé að leita [að starfi hjá félagsliði] en ég er opnari fyrir einhverju öðru samhliða landsliðsþjálfarastarfinu,“ segir Snorri Steinn sem virðist sakna þess að vera á þjálfaragólfinu dagsdaglega. Landsliðsþjálfarastarfið takmarkast við örfáa landsliðsglugga á ári. Eðlilega þurfi þó ávallt að taka fjölskylduaðstæður inn í myndina. „Ég á konu og þrjú börn og þetta er mikið púsluspil og það er kannski fyrst og fremst sem setti strik í reikninginn varðandi Egyptaland,“ segir Snorri Steinn.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira