Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Lífið leikur við David Okeke og það sést í leik hans með liði Álftaness. vísir/sigurjón Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni. Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira