Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Lífið leikur við David Okeke og það sést í leik hans með liði Álftaness. vísir/sigurjón Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni. Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Okeke kom fyrst hingað til lands árið 2022 til þess að spila með Keflavík. Þar sleit hann hásin og endaði svo í Haukum. Ferli hans á Íslandi virtist lokið allt þar til Álftanes hafði samband rétt fyrir tímabilið og bauð honum samning. Það reyndist vera happaskref fyrir báða aðila því Okeke hefur farið á kostum á Álftanesinu enda líður honum vel þar. „Ég verð að segja að Álftanes er það besta sem hefur komið fyrir mig á Íslandi. Þetta er lítið og vinsamlegt samfélag. Manni líður eins og heima hjá sér,“ segir Ítalinn geðþekki og brosmildi. Klippa: Nýtrúlofaður Okeke borðar hunang í körfuboltaleikjum „Þetta er líka gott samfélag fyrir krakka. Þegar ég fer gangandi á æfingar þá vilja allir krakkarnir heilsa manni. Ég sé það í augunum á þeim að þau líta upp til mín.“ Hjartað ekki til vandræða Ítalinn stóri hefur verið að glíma við hjartavandamál og lent í vandræðum í leikjum á Íslandi út af hjartanu. Hann er aftur á móti með bjargráð sem kemur til aðstoðar ef hann lendir í vandamáli. Hann hefur alveg sloppið við allt slíkt vesen í vetur fyrir utan eitt lítið atvik í Þorlákshöfn í desember. „Mér líður mjög vel. Allir íþróttamenn verða að takast á við erfiðleika. Það er líka það sem er fallegt við að vera íþróttamaður. Það er að sigrast á erfiðleikum og halda áfram,“ segir Okeke brattur. Fór á skeljarnar í Hafnarfirði Erlendir leikmenn á Íslandi eru oftar en ekki einir á ferð og hitta fjölskyldur sínar sjaldan. Okeke hefur aftur á móti notið góðs af því að hafa unnustu sína, Jannat, hjá sér í vetur. „Hún styður alltaf við bakið á mér og hvetur mig áfram. Það er mikið til henni að þakka hvernig mér hefur gengið á leiktíðinni,“ segir hinn ástfangni Okeke sem nýtti landsleikjafríið á dögunum vel því þá ákvað hann að biðja sinnar heittelskuðu á veitingastaðnum Sól í Hafnarfirði. Óhætt er að segja að ástin svífi yfir vötnum hjá parinu. „Ég bað hennar loksins eftir fimm ára samband. Það var tilfinningaþrungin stund. Þetta er stórt skref í lífinu. Við vorum mjög hamingjusöm og ég grét líka. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram með lífið með henni.“ Hunang frekar en orkudrykkir Þar sem Okeke er að glíma við hjartavandamál þá hentar honum ekki að drekka örvandi orkudrykki eins og aðrir í liðinu gera. Á leikjum Álftanes-liðsins má því alltaf sjá brúsa af hunangi á bekknum. Þar sækir Okeke sína orku. „Við ákváðum að ég skildi vera með eitthvað sem væri hollt og gæfi mér sykur og orku í leikjum. Okkur datt þá hunang í hug. Ég fæ mér alltaf smá og held svo áfram. Það bragðast rosalega vel,“ sagði Okeke skellihlæjandi.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira