Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 12:32 Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson leiða saman hesta sína í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Samsett mynd Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö.
Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira