GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Helgi Már Magnússon segir að Sigurður Ingimundarson sé best til þess fallinn að blása lífi í Keflavíkurliðið. Stöð 2 Sport GAZ-mennirnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon höfðu ýmislegt að segja í upphitun fyrir leik Hauka og Keflavíkur. Þeir munu lýsa leiknum með sínum einstaka hætti á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld. Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Mikil athygli er á Keflavíkurliðinu sem er nú mætt með nýjan þjálfara í lokatilraun til að rétta af gengi þessa rándýra liðs sem situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, með 14 stig. Haukar eru í botnsætinu með átta stig en geta með sigri í kvöld skapað sér von um að halda sér uppi. „Fyrir fram heldur maður að Haukarnir séu að tapa en við erum búnir að læra það að þeir gefa alltaf leik,“ sagði Pavel og Helgi tók undir: „Þeir hafa sýnt það í vetur. Þrátt fyrir að vera í hálfvonlausum stöðum oft á tíðum, þar sem væri auðvelt að leggjast niður og gefast upp, þá býr eitthvað stolt í þessu liði og þjálfarateyminu. Þeir gefa allt sitt í leikina og svo annað hvort dettur þetta eða ekki.“ Talið barst þá að Keflavík sem fróðlegt verður að sjá hvernig mætir til leiks í kvöld, eftir fjögur töp í röð og umtalsverðar breytingar: „Aðalatriðið fyrir okkur er að fylgjast með Keflvíkingum. Það eru breytingar þarna. Nýr þjálfari, Siggi Ingimundar, sem þjálfaði okkur báða í landsliðinu. Við erum búnir að eyða öllum vetrinum í að tala um að það vanti ákveðna hluti í Keflavík. Að það vanti orku, ábyrgð, harðneskju, kraft og baráttu. Allt mjög keflvískir hlutir í grunninn. Og ef það er einhver maður sem getur barið þessa hluti í þá, þá er það Siggi Ingimundar,“ sagði Pavel. „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður Ingimundarson. Þeir hafa verið dálítið flatir og í síðasta leik voru þeir bara ragir. Þetta var mjög ó-keflvískt. Ég ímynda mér að þar hafi menn fengið nóg. Þeir ætla ekki að loka tímabilinu svona,“ sagði Helgi en alla upphitunina má sjá hér að ofan. Leikur Hauka og Keflavíkur er á Stöð 2 BD klukkan 19:15 í kvöld, í beinni útsendingu GAZ-manna. Leikur Tindastóls og Þórs Þ. er á Stöð 2 Sport og leikur Hattar og Stjörnunnar á Stöð 2 BD2. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13. febrúar 2025 09:00