Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 07:05 Dacia Duster eru vinsælir bílaleigubílar hér á landi. Ekki fylgir úrskurðinum hvort um slíka bifreið hafi verið að ræða í þessu tilfelli. Lien Van Win/Unsplash Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð sinn fyrr í mánuðinum. Kvörtun vegna málsins barst nefndinni í júlí á síðasta ári. Í úrskurðinum kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn á leigu yfir tíu daga tímabil í júlí 2021, og 343.399 verið greiddar fyrir. Á leigutímabilinu hafi orðið tjón á bílnum þegar hann varð fyrir eldingu. Bílaleigan hafi þá krafið leigjandann um eina milljón króna, sem sá síðarnefndi hafi talið sér skylt að greiða. Viðkomandi hafi í október 2021 haft samband við bílaleiguna til þess að fá staðfestingu á kostnaði viðgerðarinnar, sem hafi verið metinn 1.998.225. Leigjandinn taldi sér hafa verið óskylt að greiða kröfuna og gerði því kröfu um endurgreiðslu milljónarinnar, ásamt vöxtum. Tilviljanakennt tjón fellur á leigusala Í úrskurði sínum segir nefndin óumdeilt að eldingu hafi lostið í bílinn, sem orsakaði tjónið sem á honum varð. „Í hefðbundnum leigusamningum er meginreglan sú að leigusali ber áhættuna af því að leiguandlagið spillist af tilviljun á leigutímanum. Ef tjón á hinu leigða má rekja til saknæmrar háttsemi aðila er meginreglan sú að hvor aðila um sig ábyrgist það tjón sem hann hefur valdið. Til þess að krefjast skaðabóta frá sóknaraðila [leigjandanum] vegna tjónsins ber varnaraðila [bílaleigunni] samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins að sýna fram á fjárhagslegt tjón og raunverulegt umfang þess vegna þeirra skemmda sem urðu á bifreiðinni,“ segir í úrskurðinum. Þar segir einnig að bílaleigan hefði þurft að sýna fram á að leigjandinn bæri ábyrgð á tjóninu vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sinnar, og að orsakatengsl væru milli háttseminnar og tjónsins. „Verði tjónið ekki rakið til athafna sóknaraðila verður varnaraðili að bera ábyrgð á því. Í málinu liggur ekkert fyrir sem staðreynir að varnaraðili hafi í raun greitt viðgerðarkostnaðinn sem tilgreindur er í tjónamati fyrirtækisins […] vegna viðgerðar á bifreiðinni, hvað þá aðra fjárhæð. Þá liggur ekkert fyrir um hvort viðgerð hafi í raun farið fram á bifreiðinni. Fyrrgreint tjónamat, sem varnaraðili aflaði einhliða, dugar að mati nefndarinnar ekki eitt og sér til þess að sýna fram á fjárhagslegt tjón varnaraðila, eða að því hafi verið valdið með skaðabótaskyldri háttsemi sóknaraðila.“ Fær dráttarvexti en ekki vexti Var það mat kærunefndarinnar að bílaleigunni hefði ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt vegna viðgerðar á bílnum. Því hafi ekki fengist séð á hvaða grundvelli greiðslunnar var krafist af leigjandanum. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á að varnaraðila beri að endurgreiða sóknaraðila 1.000.000 króna sem sóknaraðili var krafinn um og greiddi vegna tjóns á bifreiðinni.“ Þar sem leigjandinn krafðist endurgreiðslu en ekki bóta vegna málsins var ekki fallist á kröfu hans um vexti, þar sem slíkar kröfur bera ekki vexti samkvæmt IV. kafla laga númer 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan bar þó dráttarvexti frá og með 26. júlí, eða einum mánuði frá því leigjandinn gerði kröfu um endurgreiðsluna. Bílaleigur Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð sinn fyrr í mánuðinum. Kvörtun vegna málsins barst nefndinni í júlí á síðasta ári. Í úrskurðinum kemur fram að bíllinn hafi verið tekinn á leigu yfir tíu daga tímabil í júlí 2021, og 343.399 verið greiddar fyrir. Á leigutímabilinu hafi orðið tjón á bílnum þegar hann varð fyrir eldingu. Bílaleigan hafi þá krafið leigjandann um eina milljón króna, sem sá síðarnefndi hafi talið sér skylt að greiða. Viðkomandi hafi í október 2021 haft samband við bílaleiguna til þess að fá staðfestingu á kostnaði viðgerðarinnar, sem hafi verið metinn 1.998.225. Leigjandinn taldi sér hafa verið óskylt að greiða kröfuna og gerði því kröfu um endurgreiðslu milljónarinnar, ásamt vöxtum. Tilviljanakennt tjón fellur á leigusala Í úrskurði sínum segir nefndin óumdeilt að eldingu hafi lostið í bílinn, sem orsakaði tjónið sem á honum varð. „Í hefðbundnum leigusamningum er meginreglan sú að leigusali ber áhættuna af því að leiguandlagið spillist af tilviljun á leigutímanum. Ef tjón á hinu leigða má rekja til saknæmrar háttsemi aðila er meginreglan sú að hvor aðila um sig ábyrgist það tjón sem hann hefur valdið. Til þess að krefjast skaðabóta frá sóknaraðila [leigjandanum] vegna tjónsins ber varnaraðila [bílaleigunni] samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttarins að sýna fram á fjárhagslegt tjón og raunverulegt umfang þess vegna þeirra skemmda sem urðu á bifreiðinni,“ segir í úrskurðinum. Þar segir einnig að bílaleigan hefði þurft að sýna fram á að leigjandinn bæri ábyrgð á tjóninu vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sinnar, og að orsakatengsl væru milli háttseminnar og tjónsins. „Verði tjónið ekki rakið til athafna sóknaraðila verður varnaraðili að bera ábyrgð á því. Í málinu liggur ekkert fyrir sem staðreynir að varnaraðili hafi í raun greitt viðgerðarkostnaðinn sem tilgreindur er í tjónamati fyrirtækisins […] vegna viðgerðar á bifreiðinni, hvað þá aðra fjárhæð. Þá liggur ekkert fyrir um hvort viðgerð hafi í raun farið fram á bifreiðinni. Fyrrgreint tjónamat, sem varnaraðili aflaði einhliða, dugar að mati nefndarinnar ekki eitt og sér til þess að sýna fram á fjárhagslegt tjón varnaraðila, eða að því hafi verið valdið með skaðabótaskyldri háttsemi sóknaraðila.“ Fær dráttarvexti en ekki vexti Var það mat kærunefndarinnar að bílaleigunni hefði ekki tekist að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón sitt vegna viðgerðar á bílnum. Því hafi ekki fengist séð á hvaða grundvelli greiðslunnar var krafist af leigjandanum. „Með hliðsjón af öllu framangreindu verður fallist á að varnaraðila beri að endurgreiða sóknaraðila 1.000.000 króna sem sóknaraðili var krafinn um og greiddi vegna tjóns á bifreiðinni.“ Þar sem leigjandinn krafðist endurgreiðslu en ekki bóta vegna málsins var ekki fallist á kröfu hans um vexti, þar sem slíkar kröfur bera ekki vexti samkvæmt IV. kafla laga númer 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafan bar þó dráttarvexti frá og með 26. júlí, eða einum mánuði frá því leigjandinn gerði kröfu um endurgreiðsluna.
Bílaleigur Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira