Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 07:40 Mikil umræða er í hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi á Facebook. Er að merkja á íslenskum neytendum að verð rjúki víða upp. Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is. Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem neytendur ræða í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Verðlag á Íslandi er heitt umræðuefni yfir kaffibollum landsins og í hópnum eru reglulega birt dæmi um hækkandi vöruverð. Magnús Óskar Guðnason segist ekki gera mikið af því að kvarta undan verðlagi. Honum hafi hins vegar fallist hendur í gær þegar hann lagði leið sína í Costco í Kauptúni í þeim erindagjörðum að kaupa dekk undir bílinn. Hann snarthætti við eftir að við blasti hækkun upp á 8500 krónur frá því í byrjun mánaðar. „Það voru engin tilboð í gangi eða nein merki um einhver sér verð. Vill vara fólk við þessu og passa að gera verðsamanburð, mér finnst þetta í besta falli skrýtið í sama mánuði.“ Magnús var að skoða kaup á fjórum dekkjum eins og flestir bílaeigendur. Hann birtir myndir af verðinu sem hækkaði úr 37.999 krónur þann 2. júní í 46.499 krónur þann 30. júní. Það er hækkun upp á 22 prósent. Kjötsúpa á 4500 krónur Gestur Valgarðsson vélaverkfræðingur fylgist vel með verðlagi og leggur reglulega sitt til málanna þegar honum finnst tilefni til. Honum blöskrar verðið á Hlöllabátum. Þar kostar stór bátur nú að lágmarki 2495 krónur. „Jæja, þá er Hlöllabátar orðinn lúxus veitingastaður. 6000 fyrir tvö með gosi og það á sérkjörum,“ segir Gestur. Fleiri taka undir en nokkrir leggja orð í belg og segja verðlagið svipað og hjá öðrum veitingastöðum á borð við KFC, Subway og American Style. Fleiri kvarta yfir okri á matseðlum. Kolbrúnu Söru Ósk Kristinsdóttur var brugðið við heimsókn í Perluna þar sem skál af kjötsúpu og brauð kostar 4500 krónur. „Og plokkfiskurinn þarna efst á matseðlinum er á 4.650 kr,“ segir Lára Halla Maack og er ekki skemmt. Neytendur telja fleira til. 250 gramma poki af Hrís kostar nú 798 krónur í Bónus. Melónan er komin í tæplega þúsund krónur stykkið í Krónunni. Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú með dæmi um hækkandi verðlag? Eða einhverjar aðrar fréttnæmar ábendingar? Ekki hika við að senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Verðlag Veitingastaðir Bílar Neytendur Mest lesið Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira