Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 12:01 Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Vísir/Arnar Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is. Verðlag Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Verðlag Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira