Birna og Kristinn valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 12:36 Kristinn Pálsson og Birna Valgerður Benónýsdóttir voru valin leikmann ársins í körfuboltanum. Vísir/Anton Brink/Hulda Margrét Körfuboltafólk gerði upp tímabilið í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldið í Laugardalshöllinni í hádeginu. Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Bestu leikmenn tímabilsins í Subway deildinni voru bæði að fá þau verðlaun í fyrsta sinn á ferlinum en það eru Íslandsmeistararnir Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík og Kristinn Pálsson úr Val. Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í úrslitakeppninni en liðsfélagarnir kláruðu titilinn fyrir hana. Birna er fyrsti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í sjö ár til að vera kosin best en hún átti frábært tímabil. Kristinn er þriðji Valsmaðurinn í röð til að fá þessi verðlaun. Kristófer Acox var valinn bestur 2022 og Kári Jónsson var valinn bestur í fyrra. Kristinn átti frábæra endurkomu aftur í deildina. Benedikt Guðmundsson hjá Njarðvík og Sverrir Þór Sverrisson hjá Keflavík voru valdir bestu þjálfararnir en þeir eru báðir að hætta með sín lið. Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt fær þessi verðlaun en í fyrsta sinn frá 2009. Sverrir Þór var líka að fá þessi verðlaun í þriðja sinn. Bestu ungu leikmennirnir voru valin Tómas Valur Þrastarson úr Þór Þ. og Kolbrún María Ármannsdóttir úr Stjörnunni. Tómas Valur fékk þessi verðlaun annað árið í röð en síðastur á undan honum til að ná því var Elvar Már Friðriksson 2012 og 2013. Kolbrún María er aðeins sextán ára gömul. Varnarmenn ársins voru Ísold Sævarsdóttir úr Stjörnunni og Sigurður Pétursson úr Keflavík. Besti erlendu leikmennirnir voru valin Lore Devos úr Þór Ak. og Remy Martin úr Keflavík. Ísold er aðeins sautján ára gömul. Prúðustu leikmennirnir þóttu Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr liði Álftaness. Þóra Kristín var að fá þessi verðlaun í þriðja sinn á ferlinum. Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn en hann var að fá þessi verðlaun í sextánda sinn á ferlinum. Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks voru valdir sjálfboðaliðar ársins en Breiðablik tók á móti Grindavík með opnum örmum þegar Grindvíkingar misstu heimilið sitt vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Í úrvalslið Subway deildar kvenna voru valdar Jana Falsdóttir (Njarðvík), Danielle Victoria Rodriguez (Grindavík), Thelma Dís Ágústsdóttir (Keflavík), Kolbrún María Ármannsdóttir (Stjarnan) og Birna Valgerður Benónýsdóttir (Keflavík). Jana, Danielle og Kolbrún eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Birna er þar í annað skiptið og Thelma Dís í þriðja sinn. Í úrvalslið Subway deildar karla voru valdir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (Tindastóll), Kristinn Pálsson (Valur), Tómas Valur Þrastarson (Þór Þ.) og Kristófer Acox (Valur). Kristinn, Þórir og Tómas Valur eru í úrvalsliðinu í fyrsta sinn en Ægir er þar í þriðja sinn og Kristófer í sjötta sinn. Í 1. deild kvenna fengu feðginin Hákon Hjartarson og Emma Hrönn Hákonardóttir bæði stór verðlaun. Emma var valin best og Hákon besti þjálfarinn en saman hjálpuðu þau Hamar/Þór að vinna sér sæti í Subway deild kvenna. Veitt voru verðlaun fyrir Subway deild karla og kvenna en einnig fyrir 1. deild karla og kvenna. Það má sjá öll verðlaunin hér fyrir neðan. Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Verðlaun í 1. deild karla Úrvalslið Viktor Steffensen Fjölnir Jón Arnór Sverrisson Þróttur V. Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Magnús Már Traustason Þróttur V. Friðrik Leó Curtis ÍR Ungi leikmaður ársins Friðrik Leó Curtis ÍR Erlendur leikmaður ársins Jaeden King Snæfell Varnarmaður ársins Björgvin Hafþór Ríkharðsson Skallagrímur Þjálfari ársins Jakob Örn Sigurðarson KR Leikmaður ársins Viktor Steffensen Fjölnir - Verðlaun í 1. deild kvenna Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór Dzana Crnac Aþena Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Ása Lind Wolfram Aþena Ungi leikmaður ársins Fjóla Gerður Gunnarsdóttir KR Erlendur leikmaður ársins Aniya Thomas Hamar/Þór Varnarmaður ársins Elfa Falsdóttir Ármann Þjálfari ársins Hákon Hjartarson Hamar/Þór Leikmaður ársins Emma Hrönn Hákonardóttir Hamar/Þór - Verðlaun í Subway deild karla Úrvalslið Ægir Þór Steinarsson Stjarnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Tindastóll Kristinn Pálsson Valur Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Kristófer Acox Valur Prúðasti leikmaðurinn Haukur Helgi Pálsson Álftanes Ungi leikmaður ársins Tómas Valur Þrastarson Þór Þ. Erlendur leikmaður ársins Remy Martin Keflavík Varnarmaður ársins Sigurður Pétursson Keflavík Þjálfari ársins Benedikt Guðmundsson Njarðvík Leikmaður ársins Kristinn Pálsson Valur - Verðlaun í Subway deild kvenna Úrvalslið Jana Falsdóttir Njarðvík Danielle Victoria Rodriguez Grindavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík Prúðasti leikmaðurinn Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar Ungi leikmaður ársins Kolbrún María Ármannsdóttir Stjarnan Erlendur leikmaður ársins Lore Devos Þór Ak. Varnarmaður ársins Ísold Sævarsdóttir Stjarnan Þjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson Keflavík Leikmaður ársins Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík - Dómari ársins Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins Sjálfboðaliðar Grindavíkur og Breiðabliks
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira