Viðskipti innlent

Sólin sest fyrir fullt og allt á Sælunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sólbaðsstofan Sælan við Bæjarlind.
Sólbaðsstofan Sælan við Bæjarlind. Sælan

Sólbaðsstofan Sælan hefur lokað stöðum sínum og hefur fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Sælan rak sólbaðsstofur í Egilshöll og Bæjarlind þangað sem fólk skellti sér í ljósabekki. Nú hefur sólin sest hjá sólbaðsstofunni sem var í eigu Inga Steinars Jensen og Þórunnar Magneu Jónsdóttur.

Skorað er á alla þá sem telja sig eiga kröfu á hendur þrotabúi Sælunnar að lýsa þeim fyrir Ómari Erni Bjarnþórssyni skiptastjóra innan tveggja mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×