Innlent

Ölfus­ár­brú opnuð á ný eftir harðan aftanáakstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Af þessari mynd að dæma virðist einn bíll skakkur út í vegriði og fólk ræður ráðum sínum.
Af þessari mynd að dæma virðist einn bíll skakkur út í vegriði og fólk ræður ráðum sínum.

Umferð um Ölfusárbrú er lokuð eftir harða aftanákeyrslu rétt fyrir klukkan hálf tólf í dag. Bílarnir eru mikið skemmdir en enginn er talinn alvarlega slasaður.

Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir áreksturinn hafa verið harðan. Bílarnir séu illa farnir en sem betur fer sé enginn talinn alvarlega slasaður.

Miklar tafir eru á umferð í báðar áttir enda engin önnur leið yfir Ölfusána nema ekin sé töluverð vegalengd inn í sveitir. Garðar Már segir Vegagerðina hafa verið upplýsta um að gera þyrfti við vegrið á brúnni áður en hægt verði að hleypa umferð á hana á nýjan leik.

Uppfært: 14:08

Uppúr hádegi í dag var brúin opnuð á ný eftir að bílarnir höfðu verið fjarlægðir. Gert var við skemmd á vegriði brúarinnar.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×