Innlent

Gleymdi pitsu í ofninum og slökkvi­liðið mætti

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði málunum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði málunum. Vísir/Vilhelm

Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina.

Þetta segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá tilkynningu um vatnstjón á veitingastað í Hafnarfirði, þar sem heitt vatn hafði runnið úr krana í eldhúsi og valdið skemmdum. Lögregla hafi sinnt útkallinu ásamt slökkviliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×