Mamman ítrekað læst úti en fær engar skaðabætur Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2024 22:29 Móðir kaupandans gat illa notað lásinn sem skyldi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Kentaroo Tryman/Getty Kaupandi gallaðs láss fær lásinn endurgreiddan en engar skaðabætur úr hendi seljanda vegna meints tjóns af því að móðir hans hafi ítrekað læst úti. Í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í málinu segir að kaupandinn hafi kvartað til nefndarinnar vegna ágreinings við fyrirtækið sem seldi honum lásinn. Kaupandinn hafi talið að lás sem keyptur var af fyrirtækinu væri haldinn galla og gert kröfu um að því yrði gert að endurgreiða honum lásinn auk þess að því yrði gert að greiða skaðabætur vegna málsins. „Verulegt tjón“ vegna gallaðs lássins Í úrskurðinum segir að samkvæmt gögnum málsins hafi kaupandinn fest kaup á láshúsi auk kúplingar af fyrirtækinu í júní árið 2022. Hann hafi greitt samtals 43.425 krónur fyrir. Að sögn kaupandans hafi lásinn verið haldinn framleiðslugalla sem hafi leitt af sér verulegt tjón fyrir móður hans, en lásinn hafi verið settur upp í útidyrahurð hennar. Hann hafi haldið því fram að honum hafi tekist að sanna framleiðslugalla á lásnum og bent á að brotin fjöður væri í öllum lásum, bæði notuðum og ónotuðum, auk þess sem lyftanlegt lok á lásnum væri illa steypt, sem hafi valdið því að lásinn læsist og virkaði ekki sem skyldi. Kaupandinn hafi bent á að sama galla megi finna í fjölda lása af sömu gerð og því væri málið mjög stórt að umfangi. Hann hafi haft samband við fyrirtækið og farið á verkstæði þess með lásinn en honum hafi verið neitað um endurgreiðslu vegna þess að lásinn hafi verið opnaður. Í andsvörum fyrirtækisins hafi verið bent á að ábyrgð fyrirtækisins væri niður fallin eftir að varan hafði verið tekin í sundur. Tók upp myndbönd máli sínu til stuðnings Kaupandinn hafi undir rekstri málsins lagt fram myndbönd til að styðja við fullyrðingar sínar um galla á umræddum lás. Myndböndin sýni meðal annars hurðarhún sem hangir laus og að atviksbundið kunni að vera hvort hægt sé að opna lásinn og því mögulegt að notandi læsist úti. Að mati kærunefndarinnar sýni myndböndin að lásinn sé ónothæfur. Í athugasemdum fyrirtækisins við myndbönd kaupandands komi fram að ábyrgð fyrirtækisins falli niður þegar búið sé að opna láshúsið, enda sé ekki hægt að vita hvað hafi gerst í framhaldinu. Ljóst að lásinn nýttist ekki eins og lásar eiga að nýtast Í úrskurðinum segir að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir lágu í málinu telji nefndin ljóst að umþrættur lás henti ekki í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til og sé því haldinn galla. Fyrirtækið hafi vísað til þess að ábyrgð seljanda hafi verið niður fallin sökum þess að lásinn hafi verið opnaður áður en kaupandinn skilaði lásnum og krafðist endurgreiðslu. Kærunefndin bendi á að það standi fyrirtækinu nær að sanna þær fullyrðingar en það hafi ekki lagt fram gögn sem sýna fram á slíkt. Eins og mál þetta er vaxið telji kærunefndin að galli lássins sé ekki óverulegur í skilningi laga um neytendakaup, enda nýtist hann kaupanda ekki og því sé fallist á kröfu kaupandans um riftun kaupanna og endurgreiðslu kaupverðs að fjárhæð 43.425 krónur. Tókst ekki að sanna tjón af því að mamman væri læst úti Kaupandinn hafi einnig gert kröfu um að fyrirtækinu yrði gert að bæta það tjón sem hefði orðið vegna þess að lásinn hefði ekki virkað á heimili móður hans. Það hvíli á kaupandanum að sýna fram á að fyrirtækið hafi valdið tjóni með skaðabótaskyldri háttsemi sinni. Engin gögn hafi verið lögð fram sem sýna fram á tjón kaupandans þrátt fyrir beiðni kærunefndar. Af þeim sökum telji kærunefndin ekki annað fært en að hafna kröfu kaupandans um skaðabætur. Neytendur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í málinu segir að kaupandinn hafi kvartað til nefndarinnar vegna ágreinings við fyrirtækið sem seldi honum lásinn. Kaupandinn hafi talið að lás sem keyptur var af fyrirtækinu væri haldinn galla og gert kröfu um að því yrði gert að endurgreiða honum lásinn auk þess að því yrði gert að greiða skaðabætur vegna málsins. „Verulegt tjón“ vegna gallaðs lássins Í úrskurðinum segir að samkvæmt gögnum málsins hafi kaupandinn fest kaup á láshúsi auk kúplingar af fyrirtækinu í júní árið 2022. Hann hafi greitt samtals 43.425 krónur fyrir. Að sögn kaupandans hafi lásinn verið haldinn framleiðslugalla sem hafi leitt af sér verulegt tjón fyrir móður hans, en lásinn hafi verið settur upp í útidyrahurð hennar. Hann hafi haldið því fram að honum hafi tekist að sanna framleiðslugalla á lásnum og bent á að brotin fjöður væri í öllum lásum, bæði notuðum og ónotuðum, auk þess sem lyftanlegt lok á lásnum væri illa steypt, sem hafi valdið því að lásinn læsist og virkaði ekki sem skyldi. Kaupandinn hafi bent á að sama galla megi finna í fjölda lása af sömu gerð og því væri málið mjög stórt að umfangi. Hann hafi haft samband við fyrirtækið og farið á verkstæði þess með lásinn en honum hafi verið neitað um endurgreiðslu vegna þess að lásinn hafi verið opnaður. Í andsvörum fyrirtækisins hafi verið bent á að ábyrgð fyrirtækisins væri niður fallin eftir að varan hafði verið tekin í sundur. Tók upp myndbönd máli sínu til stuðnings Kaupandinn hafi undir rekstri málsins lagt fram myndbönd til að styðja við fullyrðingar sínar um galla á umræddum lás. Myndböndin sýni meðal annars hurðarhún sem hangir laus og að atviksbundið kunni að vera hvort hægt sé að opna lásinn og því mögulegt að notandi læsist úti. Að mati kærunefndarinnar sýni myndböndin að lásinn sé ónothæfur. Í athugasemdum fyrirtækisins við myndbönd kaupandands komi fram að ábyrgð fyrirtækisins falli niður þegar búið sé að opna láshúsið, enda sé ekki hægt að vita hvað hafi gerst í framhaldinu. Ljóst að lásinn nýttist ekki eins og lásar eiga að nýtast Í úrskurðinum segir að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir lágu í málinu telji nefndin ljóst að umþrættur lás henti ekki í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til og sé því haldinn galla. Fyrirtækið hafi vísað til þess að ábyrgð seljanda hafi verið niður fallin sökum þess að lásinn hafi verið opnaður áður en kaupandinn skilaði lásnum og krafðist endurgreiðslu. Kærunefndin bendi á að það standi fyrirtækinu nær að sanna þær fullyrðingar en það hafi ekki lagt fram gögn sem sýna fram á slíkt. Eins og mál þetta er vaxið telji kærunefndin að galli lássins sé ekki óverulegur í skilningi laga um neytendakaup, enda nýtist hann kaupanda ekki og því sé fallist á kröfu kaupandans um riftun kaupanna og endurgreiðslu kaupverðs að fjárhæð 43.425 krónur. Tókst ekki að sanna tjón af því að mamman væri læst úti Kaupandinn hafi einnig gert kröfu um að fyrirtækinu yrði gert að bæta það tjón sem hefði orðið vegna þess að lásinn hefði ekki virkað á heimili móður hans. Það hvíli á kaupandanum að sýna fram á að fyrirtækið hafi valdið tjóni með skaðabótaskyldri háttsemi sinni. Engin gögn hafi verið lögð fram sem sýna fram á tjón kaupandans þrátt fyrir beiðni kærunefndar. Af þeim sökum telji kærunefndin ekki annað fært en að hafna kröfu kaupandans um skaðabætur.
Neytendur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira