Atvinnulíf

Þrjú at­riði til að auka á sjálfs­öryggið okkar í vinnunni

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Sjálfsrækt er alltaf af hinu góða og eitt verkefni sem getur nýst okkur vel í vinnu og starfsframa er að vinna markvisst að því að auka á sjálfstraustið okkar.
Sjálfsrækt er alltaf af hinu góða og eitt verkefni sem getur nýst okkur vel í vinnu og starfsframa er að vinna markvisst að því að auka á sjálfstraustið okkar. Vísir/Getty

Gott sjálfstraust í vinnunni getur hleypt okkur gífurlega langt. Ekki aðeins í starfsframa, heldur líka í því hvernig okkur líður og gengur almennt dag frá degi. Í hvaða verkefnum sem er.

Þannig getur gott sjálfstraust verið eitt verðmætasta verkfærið okkar í töskunni og því um að gera að nýta sér þau góðu ráð sem mælt er með, til að efla okkur á því sviði.

Því jú, öllum langar okkur að ganga sem best.

Hér eru þrjú atriði sem eru líkleg til að auka á sjálfsöryggið okkar.

Að horfa á styrkleikana okkar: Og efla þá

Innri gagnrýnisröddin okkar á það til að horfa frekar á það sem miður fer en það sem frábærlega gengur. Liður í því að efla sjálfsöryggið okkar felst hins vegar í því að fókusera á styrkleikana okkar.

Hverjir eru þeir? Í hverju felast þeir? Hvernig erum við að nýta þá?

Þegar við höfum svarað þessum spurningum, er líka um að gera að velta fyrir okkur hvort það séu einhverjar leiðir sem okkur finnst ákjósanlegar til að auka á þessa styrkleika okkar. Eitthvað sem við getum lært? Eða eru fleiri verkefni sem við getum sinnt og nýtt þá þessa styrkleika oftar og betur? Því reynsla kennir okkur líka sitthvað.

Haltu utan um áfangasigrana

Það er ekki nóg að vita nokkurn veginn hvernig okkur gengur. Ef ætlunin er að efla sjálfstraustið okkar er mjög mikilvægt að vera með góða yfirsýn yfir allt það sem gengur vel hjá okkur.

Góð leið til að tryggja þetta er að skrá allt niður og halda utan um það sérstaklega, sem gengur vel. Áfangasigrar þurfa svo sem ekki að vera stórir, til dæmis getur það verið ákveðinn áfangasigur að standa sig sérstaklega vel í samskiptum.

Við þurfum heldur ekki að skrá neitt niður í smáatriðum, heldur frekar að vera með punkta eða minnisblað, jafnvel í símanum, til að ná að halda utan um þessa áfangasigra og kortleggja þá.

Það sem hefst með þessu er ekki einungis ákveðið pepp fyrir sjálfið okkar heldur er þetta gott hjálpartæki til að minna okkur á hversu megnug við erum í raun.

Hvað segja aðrir um þig?

Loks er það að kalla eftir jákvæðri endurgjöf um okkur sjálf. Að fá góðan vin, maka, samstarfsfélaga, vinnuveitanda eða annan sem við treystum til að gefa okkur smá punkta um hvernig þau sjá okkur. Og þá að sjálfsögðu hverjir eru okkar helstu styrkleikar.

Í raun má ímynda sér að þarna séum við að óska eftir meðmælum frá einhverjum, þótt við séum ekki að sækja um starf neins staðar. Það er í góðu lagi að segja traustum vinum frá því að markmiðið sé að efla okkur. Sjálfsrækt er alltaf af hinu góða og ætti að vera eitthvað sem helst allir myndu temja sér.


Tengdar fréttir

„Karlarnir segja konur of reynslulausar“

„Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×