Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12.
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12. Vísir

Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Gul veðurviðvörun er í gildi á suðausturlandi vegna hvassviðris og hviða undir Vatnajökli. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi vegna hríðar á morgun. Ferðalangar eru beðnir um að huga vel að færð áður en lagt er af stað út í veðrið.

Þrátt fyrir éljagang iðar Akureyri af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×