Innlent

Úkraínskir þing­menn af­hentu áritaðan fána

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sendinefndin afhenti forseta Alþingis fána Úkraínu, áritaðan með kveðju frá úkraínskum varnarsveitum á vígvöllunum.
Sendinefndin afhenti forseta Alþingis fána Úkraínu, áritaðan með kveðju frá úkraínskum varnarsveitum á vígvöllunum. Alþingi

Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Í heimsókn í Alþingi í morgun sýndi Birgir Ármannson gestum þingsalinn og á fundi þeirra ítrekaði hann stuðning Íslands og Alþingis við Úkraínu og fordæmdi harðlega ólöglegt innrásarstríð Rússlands sem nú hefur staðið í rúm tvö ár.

Á dagskrá heimsóknar eru fundir með formönnum þingflokka, utanríkismálanefnd Alþingis, forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra. 

Þá mun sendinefndin heimsækja forseta Íslands á Bessastaði, auk þess að eiga fundi með borgarstjóra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Þá er fyrirhugað að heimsækja fyrirtæki og stofnanir á meðan heimsókn stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×