Viðskipti innlent

Kristín kveður Sýn

Árni Sæberg skrifar
Kristín Friðgeirsdóttir lætur af störfum sem fjármálastjóri Sýnar á næstiu dögum.
Kristín Friðgeirsdóttir lætur af störfum sem fjármálastjóri Sýnar á næstiu dögum. HR

Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021.

Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að Kristín muni láta af daglegum störfum á næstu dögum. Hún verði félaginu þó innan handar þar til eftirmaður verður ráðinn.

„Við þökkum Kristínu fyrir hennar framlag til félagsins á undanförnum árum og óskum henni velfarnaðar.“

„Síðustu ár hafa verið viðburðarík á fjármálasviði Sýnar og mörgum stórum verkefnum nú lokið. Það er því eðlilegt að annar taki við keflinu. Ég vil þakka öllu starfsfólki Sýnar fyrir frábært samstarf og óska þeim alls hins besta,“ er haft eftir Kristínu.

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×