Viðskipti innlent

Bláa lónið á­fram lokað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá Bláa lóninu.
Frá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið verður áfram haldið lokuðu, í það minnsta út daginn í dag. Seinni partinn verður staðan síðan endurmetin á ný.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins. 

Bláa lónið hefur verið lokað síðan eldgos hófst í Sundhnúksgígaröðinni fyrir sex dögum síðan eftir að forsvarsmenn þess náðu að halda því opnu um nokkurt skeið eftir síðasta eldgos þann 14. janúar. 

Starfsmenn lónsins munu hafa samband við alla gesti sem áttu bókun í lónið og munu þeir geta breytt bókun sinni. 

„Við höldum áfram að fylgjast með stöðu mála í nánu samráði fyrir yfirvöld og fylgjum ráðleggingum og fyrirmælum þeirra í hvívetna,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×