Innlent

Fara af neyðar­stigi og á hættu- og ó­vissu­stig

Atli Ísleifsson skrifar
Heitu vatni hefur að mestu verið komið á á Suðurnesjum eftir að Njarðvíkuræð fór undir hraun á kafla.
Heitu vatni hefur að mestu verið komið á á Suðurnesjum eftir að Njarðvíkuræð fór undir hraun á kafla. HS Veitur

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara af neyðarstigi Almannavarna vegna eldgoss á Reykjanesskaga, þar sem búið er að lýsa yfir goslokum.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að á sama tíma haldi landris áfram við Svartsengi og því hafi verið ákveðið að setja á hættustig vegna þess. 

„Einnig hefur Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara af neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Almannavarnarstigið vegna þessa hefur nú verið fært á óvissustig,“ segir í tilkynningunni. 

Íbúar í Suðurnesjabæ bíða enn eftir heitu vatni

Fyrr í dag var sagt frá því að íbúar Suðurnesjabæjar séu enn ekki komnir með heitt vatn og því biðji HS veitur þau sem séu þeirri stöðu að sýna áfram biðlund.

„Kerfið hefur verið keyrt upp rólega í nótt og verður vonandi búið að ná jafnvægi síðar dag en jafnvel ekki fullum þrýsingi fyrr en í kvöld.

Í tilkynningu HS Veitna segir að þrátt fyrir að heitt vatn sé komið í krana er eðlilegt að ekki sé kominn hiti á ofna og gólfhitakerfi þar sem fullum þrýstingi hefur ekki verið náð á kerfið eins og komið hefur fram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×