Atvinnulíf

Þrjár vís­bendingar um að verið sé að snið­ganga þig

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Á ensku kallast það „career gaslighting“ þegar yfirmaður í raun kemur í veg fyrir starfsþróun starfsmanns. Eitt rautt flagg í hegðun slíks yfirmanns er að gera lítið úr starfsmanni í áheyrn annarra en láta það líta út eins og djók.
Á ensku kallast það „career gaslighting“ þegar yfirmaður í raun kemur í veg fyrir starfsþróun starfsmanns. Eitt rautt flagg í hegðun slíks yfirmanns er að gera lítið úr starfsmanni í áheyrn annarra en láta það líta út eins og djók. Vísir/Getty

Það vill ekkert okkar vera sniðgengið. 

Enda orðið eitt og sér að lýsa hegðun sem hvorki telst heiðarleg né heilbrigð. Betra er að koma hreint fram og það á líka við um starfsfólk sem yfirmenn ætla sér ekki neina starfsþróun.

Að vera sniðgengin í starfsframa er skilgreint á ensku sem „career gaslighting.“ Þetta þýðir þá að við erum ekki að njóta sannmælis hvað mat eða tækifæri varðar. Sem aftur leiðir til þess að starfsþróun er nánast ómöguleg fyrir okkur á tilteknum vinnustað.

Kastljósið beinist að yfirmönnum sem gerendur. 

Í grein Fastcompany bendir greinahöfundur á þrjú rauð flögg sem hann segir skýrar vísbendingar um að yfirmaðurinn sé að sniðganga þig starfsþróunarlega séð.

1. Það er endalaust verið að efast

Ef yfirmaðurinn virðist endalaust draga þig og þína hæfni í efa, draga úr þér í orðum eða hegðun og jafnvel tala á þeim nótum að þú ert farin að efast um þína eigin getu sjálf/ur, þótt þú vitir innst inni að þetta sé ekki rétt, er hægt að tala um þann möguleika að yfirmaðurinn sé líklegur til að sniðganga þig.

Þegar þessi hegðun er ríkjandi, upplifir starfsmaðurinn sjaldnast jákvæða endurgjöf sama hvað viðkomandi leggur sig fram við að standa sig vel.

2. Gert lítið úr þér

Þegar yfirmaður gerir með einhverjum hætti lítið úr þér fyrir framan aðra, þótt það sé undir yfirskininu „djók,“ er önnur vísbending komin um að mögulega sé verið að sniðganga þig.

Þetta á líka við ef aðrir hrósa þér og yfirmaðurinn dregur úr því hrósi. Segjum til dæmis að viðskiptavinur hrósi þér í áheyrn annarra en yfirmanninum tekst með einhverjum hætti að gera lítið úr því sem verið er að hrósa þér fyrir.

3. Þú færð samt ekki að hætta

Svo ótrúlega sem það hljómar, eiga þessir yfirmenn það líka til að nánast koma í veg fyrir að fólk hætti þótt það impri á því eða jafnvel segi upp. Setningar eins og að ætlunin hafi verið að þú myndir klára x verkefni, eða það væri verið að stóla á þig að fylgja eftir x aðstæðum og svo framvegis, koma þá sem skýring.

Fyrir vikið er starfsmaðurinn kannski að halda áfram í starfi, nánast með samviskubit yfir því að hafa ætlað að svíkja lit og hætta. Væntanlega kallast þessi hegðun yfirmannsins einhvers konar samvikustjórnun, sem er í alla staði ekki heilbrigð á vinnustað.


Tengdar fréttir

Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect.

Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti

Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 

Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum

Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×