Menning

Listaverkauppboð á Instagram til styrktar Palestínu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Fyrsta uppboð endar á miðnætti þann 12. desember. Allur ágóði rennur til mannúðar og uppbyggingarstarfs í Palestínu. 
Fyrsta uppboð endar á miðnætti þann 12. desember. Allur ágóði rennur til mannúðar og uppbyggingarstarfs í Palestínu. 

Efnt hefur verið til listaverkauppboðs sem fram fer á samfélagsmiðlinum Instagram, til styrktar Palestínu. Meðal listamanna sem gefa verk sín í uppboðið eru Tolli Morthens og Kristín dóttir hans, Leifur Ýmir og Sólveig Pálsdóttir.

Á uppboðssíðunni, list_fyrir_palestinu, kemur fram að um listamannsdrifið verkefni sé að ræða. Allur ágóði sem safnast í uppboðinu rennur milliliðalaust í neyðarsöfnun til uppbyggingarstarfs í Palestínu. 

Listamaðurinn Tolli Morthens er einn þeirra sem gefa verk á uppboðið. Um er að ræða verkið „Fífa undir jökli,“ og er upphafsboð 160.000 krónur. Instagram

„Félagið Ísland-Palestína mun sjá um dreifingu þess fés sem safnast en það hefur í áratugi styrkt mannúðar-og hjálparsamtök á hernumdum svæðum.“

Einföldu textaverkin eftir Leif Ými hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þetta verk, „Jæja,“ er á uppboðinu. Upphafsverð er 50.000 krónur. Instagram
Blýantsteikning eftir Rakel Gunnarsdóttur. Upphafsverð: 20.000 krónur.Instagram

Listaverkin eru fjölbreytt og má til að mynda nefna skúlptúra, málverk, teikningar og myndbandsverk.

„Grýla er falleg eins og Venus er falleg eins og Grýla er ljót eins og Venus er ljót eins og Grýla,“ heitir þetta verk eftir Steingrím Eyfjörð. Upphafsboð er 40.000 krónur.Instagram

Áhugasamir geta boðið í verk með því að skrifa athugasemd undir færsluna á verki sem er virkri uppboðslotu. Öll boð eru bindandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×