Erlent

Þrettán saknað eftir að flutninga­skip sökk

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Grísku landhelgisgæslunni barst neyðarkall í dag.
Grísku landhelgisgæslunni barst neyðarkall í dag. Getty

Þrettán er saknað eftir að flutningaskip sökk undan grísku eyjunni Lesbos.

Í frétt Reuters segir að aðeins hafi einum verið bjargað með þyrlu, af fjórtán manna áhöfn skipsins.

Flutningaskipið heitir Raptor og var á leið til Istanbúl frá El Dekheila-höfninni í Egyptalandi. Áhöfnin tilkynnti um vélarbilun og síðar barst grísku landhelgisgæslunni neyðarkall.

Átta áhafnarmeðlimir eru Egyptar en aðrir indverskir eða sýrlenskir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×