Auglýsingatekjur renna óskiptar til Grindvíkinga Stöð 2 18. nóvember 2023 09:15 Frítt verður inn á leikina í Smáranum í dag og búist við að Grindvíkingar fjölmenni og styðji sín lið. Hulda Margrét Kvennalið Grindavíkur í körfubolta spilar við Þór frá Akureyri klukkan 14 í dag og karlaliðið mætir Hamri klukkan 17. Leikirnir fara fram í Smáranum og verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Sölutekjur Stöðvar 2 vegna auglýsinga á leikjunum renna óskiptar til Grindvíkinga. „Það er á svona stundum sem íþróttir geta verið öflugt sameiningarafl fyrir samfélagið, í þessu tilviki íbúa Grindavíkur. Körfuboltinn hefur verið risastór hluti af tilveru Grindvíkinga um árabil og við vildum sjá til þess að þjóðin öll hafi tækifæri að gleðjast með þeim á þessum erfiðu tímum. Það var svo einhugur innan Sýnar um að vilja leggja Grindvíkingum lið með því að láta auglýsingatekjur vegna útsendingarinnar renna óskertar í söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna. Hugur okkar allra er með Grindvíkingum,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta á Stöð 2. Brugðust við kallinu Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, deildarstjóri auglýsingadeildar segir markaðinn hafa brugðist vel við hugmyndinni um að styðja Grindvíkinga með þessum hætti. „Við leituðum til birtingahúsa og fyrirtækja og fengum frábær viðbrögð. Grindvíkingar eru í virkilega erfiðri stöðu og fyrirtæki vilja leggja sitt af mörkum. Það komust færri að en vildu því fyrirvarinn var skammur og við hvetjum þau fyrirtæki sem náðu ekki inn í leikina að styðja við Grindvíkinga með öðrum hætti," segir Kolbrún. Hægt að leggja söfnuninni beint lið á heimasíðu Rauða krossins. Þau fyrirtæki sem styrkja Grindavík með auglýsingakaupum á leikjunum eru Apótekarinn, Arion banki, Bónus, Brim, Brimborg, Góa, Hagi, Hagkaup, Jysk, Íslensk getspá, Kemi, KFC, Mjólkursamsalan, Olís, Orkan, Sjóvá og Vís. Frítt verður inn á leikina í Smáranum og búist við að Grindvíkingar fjölmenni og styðji sín lið. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Grindavík Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
„Það er á svona stundum sem íþróttir geta verið öflugt sameiningarafl fyrir samfélagið, í þessu tilviki íbúa Grindavíkur. Körfuboltinn hefur verið risastór hluti af tilveru Grindvíkinga um árabil og við vildum sjá til þess að þjóðin öll hafi tækifæri að gleðjast með þeim á þessum erfiðu tímum. Það var svo einhugur innan Sýnar um að vilja leggja Grindvíkingum lið með því að láta auglýsingatekjur vegna útsendingarinnar renna óskertar í söfnun Rauða krossins vegna jarðhræringanna. Hugur okkar allra er með Grindvíkingum,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta á Stöð 2. Brugðust við kallinu Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, deildarstjóri auglýsingadeildar segir markaðinn hafa brugðist vel við hugmyndinni um að styðja Grindvíkinga með þessum hætti. „Við leituðum til birtingahúsa og fyrirtækja og fengum frábær viðbrögð. Grindvíkingar eru í virkilega erfiðri stöðu og fyrirtæki vilja leggja sitt af mörkum. Það komust færri að en vildu því fyrirvarinn var skammur og við hvetjum þau fyrirtæki sem náðu ekki inn í leikina að styðja við Grindvíkinga með öðrum hætti," segir Kolbrún. Hægt að leggja söfnuninni beint lið á heimasíðu Rauða krossins. Þau fyrirtæki sem styrkja Grindavík með auglýsingakaupum á leikjunum eru Apótekarinn, Arion banki, Bónus, Brim, Brimborg, Góa, Hagi, Hagkaup, Jysk, Íslensk getspá, Kemi, KFC, Mjólkursamsalan, Olís, Orkan, Sjóvá og Vís. Frítt verður inn á leikina í Smáranum og búist við að Grindvíkingar fjölmenni og styðji sín lið.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Grindavík Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira