Olíufélögin fjarlægjast Costco Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2023 22:33 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Vísir/Ívar Fannar Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Dýrasti bensínlítrinn á höfuðborgarsvæðinu fæst á um það bil 327 krónur en ódýrasta bensínið hefur alla jafna mátt finna á bensínstöð Costco. Þú þarft þó að vera Costco meðlimur til að taka þar bensín. Aukist um fjórtán krónur á einu ári Afsláttarstöðvar bensínstöðvanna hafa haldið í við Costco síðustu ár þegar kemur að því að halda bensínverðinu lágu. Munurinn hefur þó aukist upp á síðkastið og er nú tæpar fimmtán krónur samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni. Í byrjun síðasta árs munaði tæpri krónu á verði ódýrustu afsláttarstöðvarinnar og Costco. Saman hækkuðu allar bensínstöðvarnar verðið í byrjun þess árs og náði verðið hámarki í júlí en rætt hefur verið um að innrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra hafi valdið þessari hækkun á þessu tímabili. Munurinn milli Costco og ódýrustu afsláttarstöðvarinnar var þá tæpar fimm krónur. Síðan fór verðið á bensínlítranum að lækka hjá öllum stöðvum. Í nóvember á síðasta ári verða hins vegar einhver skil milli stöðvanna og fer munurinn úr tveimur krónum í átta krónur. Munurinn hefur síðan haldið áfram að aukast á þessu ári, farið í tíu krónur, tólf og er nú í nýjum hæðum, tæpar fimmtán krónur. Landsbyggðin í verri málum En hvað gæti skýrt þessa aukningu? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að mögulega sé það skortur á samkeppni á markaðinum. „Hin félögin hafa auðvitað sömu burði til þess að lækka. Þau hafa verið að fjölga þessum lággjaldastöðvum sínum en eftir sem áður erum við með stóran hluta landsins sem ekki býður nema upp á hæstu verð. Og þá er munurinn miklu meira en fimmtán krónur, þá getur hann verið fimmtíu krónur,“ segir Runólfur. Hann segir bensínverð ekki á niðurleið á komandi árum. „Stjórnvöld eru með áform um að hækka skatta á eldsneyti um komandi áramót. Þannig það á ekki að hætta heldur halda áfram á meðan nágrannalöndin stefna í aðrar áttir, til dæmis til að sporna gegn verðbólgu,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Skattar og tollar Costco Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“