Neytendur

Fólk verði á varð­bergi á Singles Day og Svörtum föstu­degi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nokkrir af stærstu netverslunardögum landsins eru væntanlegir á næstu vikum.
Nokkrir af stærstu netverslunardögum landsins eru væntanlegir á næstu vikum. Vísir/Vilhelm

Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu.

Í tilkynningu frá teyminu kemur fram að tilefnið sé sú mikla netverslunartörn sem framundan er. Næstu helgi er Singles day og fylgir Svartur föstudagur þar fast á eftir. Um sé að ræða stærstu netverslunardaga á Íslandi.

„Við hvetjum alla sem nýta sér tilboðin og panta heimsendingu að hafa góða yfirsýn yfir þær pantanir sem von er á. Taka saman á einn stað allar þær verslanir sem verslað er við og einnig hver mun sjá um afhendinguna ef það er gefið upp.“

Þá segir CERT-IS að árásaraðilar hafi lengi beitt vefveiðum í nafni dreifingaraðila í von um að svíkja til dæmis kortaupplýsingar út úr fórnarlömbunum. Einnig hafi borið á svikum þar sem árásaraðilar hermi eftir þekktum netverslunum, auglýsi veglega afslætti á samfélagsmiðlum og veiði fólk þaðan á svikasíðurnar.

CERT-IS segir að ef grunsemdir vakni um að sendandi sé ekki sá sem hann segist vera sé best að fara beint á vefsíðu fyrirtækisins/stofnunarinnar, í stað þess að smella á hlekki í skilaboðum.

Nánar má lesa um slíkt á vef CERT-IS.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×