Innlent

Hellisheiði opnuð á ný

Árni Sæberg skrifar
Veginum um Hellisheiði hefur verið lokað.
Veginum um Hellisheiði hefur verið lokað. Vísir/Vilhelm

Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum.

Þetta segir í tilkynningu á umferðarvef Vegagerðarinnar. Fjöldi bíla hefur fest á Suðurlandi vegna mikillar vetrarfærðar í morgun.

Fjölda vega lokað

Vetrarfærð er víða um land og fjölda vega hefur verið lokað. Þannig hefur vegum um Hellisheiði eystri, Öxi og Hafnarfjall og Dettifossvegi verið lokað.

Þá er útlit fyrir að veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni verði lokað í dag frá morgni og fram eftir degi. Stærri bílar ættu ekki að vera á ferðinni vegna vinds á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×