Samstarf

Insta­Volt, braut­ryðjandi í hrað­hleðslu­stöðvum, hefur opnað aðra hrað­hleðslu­stöð sína á Ís­landi

InstaVolt
Fjögur sérlega hraðvirk 160 kW hleðslutæki eru nú staðsett við garðyrkjustöðina Friðheima.
Fjögur sérlega hraðvirk 160 kW hleðslutæki eru nú staðsett við garðyrkjustöðina Friðheima.

Garðyrkjustöðin Friðheimar hefur nú gangsett fjögur sérlega hraðvirk 160 kW hleðslutæki við þennan geysi vinsæla ferðamannastað sem er algengur viðkomustaður þegar Gullni hringurinn er farinn.

Friðheimar eru í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá Gullfossi og 30 mínútur frá hinum heimsfrægu goshverum í Haukadal.

Hleðslustöðvarnar við veitingastað Friðheima verða knúnar með 100% endurnýjanlegri orku.

Þetta kemur í kjölfar einstaklega vel heppnaðrar opnunar á stærstu hleðslustöð landsins í júní við Courtyard by Marriott hótelið sem er í einungis fimm mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.

InstaVolt, sem er þekkt fyrir áreiðanleika og er auðvelt í notkun þar sem hægt er að greiða með snertilausum debet- eða kreditkortum, er með áætlanir um að setja upp 200 stöðvar á Íslandi á næstu tveimur árum.

Adrian Pike, stjórnarformaður InstaVolt, segir: „Við hjá InstaVolt erum stolt af því að hafa opnað aðra hleðslustöð á Íslandi.“

„Þetta var einstakt tækifæri til að taka þátt í því að skapa innviði fyrir hraðhleðslu á Íslandi. Þetta hafði í för með sér umtalsverða fjárfestingu af hálfu InstaVolt og hefur leitt af sér einstakt samstarf þar sem 100% endurnýjanleg orka verður notuð til að knýja rafmagnsbíla á Íslandi. Við hlökkum til að bæta við fleiri hleðslustöðvum vítt og breitt um landið.“

Þessi nýjasta hleðslustöð er mikilvæg í stærra samhengi þar sem Ísland leitast við að ná fram markmiðum sínum um að banna skráningu nýrra bensín- og dísilökutækja árið 2030. Um leið er verið að vinna að hleðsluneti rafknúinna ökutækja, bæði fyrir íbúa landsins og ferðafólk, sem er hvatt til þess að ferðast á sjálfbæran hátt um landið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×