Erlent

Europol og Tik Tok æfðu við­brögð við hryðju­verka­tengdu efni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tik Tok nýtur mikilla vinsælda meðal unga fólksins í dag og er ákjósanlegur vettvangur fyrir áróður.
Tik Tok nýtur mikilla vinsælda meðal unga fólksins í dag og er ákjósanlegur vettvangur fyrir áróður. Getty/JB Lacroix

Hryðjuverkasvið Europol, fulltrúar löggæsluyfirvalda í ellefu ríkjum og samskiptamiðill Tik Tok tóku þátt í sameiginlegri æfingu hinn 28. september síðastliðinn, til að æfa viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni á miðlinum.

Æfingin miðaði að því að flagga og taka niður efni þar sem framin hryðjuverk og hryðjuverkamenn voru sýnd í jákvæði ljósi. H'un fór þannig fram að um það bil 2.145 „birtingar“ voru flaggaðar og vísað til Tik Tok, sem mat efnið út frá viðmiðum sínum og reglum.

Í tilkynningu frá Europol er ekki komið inn á það hvernig æfingin gekk en þar segir hins vegar að samkvæmt innri skýrslu Tik Tok var 95 prósent af öllu öfga- og ofbeldisfullu efni á miðlinum fjarlægt að  undirlagi miðilsins sjálfs.

Europol hefur áður haldið æfingar af þessu tagi með öðrum samfélagsmiðlafyrirtækjum. Löndin sem tóku þátt að þessu sinni voru Spánn, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Írland, Malta, Portúgal, Svíþjóð og Bretland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×