Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2023 11:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Vísir/Vilhelm Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. Þetta kemur fram Samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformin eru kynnt. Þar segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Mikið hefur rætt um það á síðustu árum hvernig bregðast skuli við orkuskiptunum varðandi fjármögnun vegasamgangna, en eigendur rafbíla hafa notið ýmissa ívilnana á síðustu árum. Fjölgun sparneytinna bíla hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað umtalsvert og muni halda áfram að lækka á næstu árum verði ekkert að gert. Ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi Í greinargerð með frumvarpinu segir að samhliða þróuninni hafi myndast vaxandi ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi milli þeirra sem nýti samgönguinnviðina. „Á sama tíma er fyrir hendi viðvarandi þörf fyrir, og áform um, að byggja upp og viðhalda vegakerfinu. Sú þörf mun síst minnka í fyrirsjáanlegri framtíð með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og tilheyrandi umferð. Við þessari þróun þarf að bregðast og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku til framtíðar. Áformað er að leggja fram frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla) frá og með 1. janúar 2024. Með því móti verður mun betri samsvörun á milli tekna af kílómetragjaldi vegna aksturs slíkra bíla á vegum og þörf fyrir uppbyggingu og viðhald vegakerfisins,“ segir í greinargerðinni. Bensín- og dísilbílar bætast við 2025 Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að aðlögun fjármögnunar vegasamgangna að orkuskiptum fari fram í tveimur áföngum: Fyrra skrefið verður stigið á næsta ári með innleiðingu kílómetragjalds fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla sem hafa hingað til borið takmarkaðan kostnað af notkun vegakerfisins. Seinna skrefið verður stigið í ársbyrjun 2025 þegar dísel- og bensínbílar fara einnig að greiða kílómetragjald. Samhliða er gert er ráð fyrir að eldri gjöld á borð við vörugjöld af eldsneyti muni eftir atvikum lækka eða falla niður, þó kolefnisgjald verði áfram greitt. Með innleiðingu á nýju kerfi í tveimur skrefum nái það einungis til hluta bílaflotans á fyrra ári og þannig verði hægt að draga lærdóma af innleiðingunni og styrkja fyrirkomulagið enn frekar til framtíðar. Jafnræði óháð orkugjafa Ennfremur segir að jafnræði meðal notenda vegakerfisins sé lykilatriði í þróun þess til framtíðar, þar sem allir ættu að greiða í samræmi við notkun óháð orkugjafa. „Lögð er áhersla á að gjöld endurspegli þann kostnað sem notkun leiðir af sér. Með innleiðingu kílómetragjalds á næsta ári fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla munu notendur þeirra greiða líkt og notendur bíla með aðra orkugjafa. Kostnaður vegna rekstrar slíkra bíla verður hins vegar áfram umtalsvert minni. Á þessu ári greiðir eigandi bensínbíls með meðaleyðslu 7 l á hundrað km, sem ekur 14 þús. km (meðalakstur fólksbíla 2022), um 84 þús.kr. á ári fyrir notkun í formi vörugjalda á bensín, sem líta má á sem ígildi kílómetragjalds. Það jafngildir 7 þ.kr. á mánuði. Í áætlunum um verkefnið hefur verið miðað við að kílómetragjald verði 6 kr. á næsta ári á rafmagns- og vetnisbíla og því mun eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd greiða sama gjald fyrir afnot vegakerfisins og bensínbíllinn. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða 2 kr. kílómetragjald á næsta ári, eða 1/3 á við rafmagnsbíla – enda nota þeir bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti og greiða áfram tilheyrandi gjöld fyrir notkun hins síðarnefnda. Myndin hér að neðan sýnir samanburð á helstu kostnaðarliðum við dæmigerðan bensínbíl og rafmagnsbíl árið 2024 að viðbættu kílómetragjaldi fyrir rafmagnsbíla á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Greitt mánaðarlega Þá segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. „Þannig verður greitt mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu. Gjaldtakan verður byggð á akstursáætlun á grundvelli upplýsinga sem umráðamenn bíla skrá inn á Ísland.is, í smáforriti eða á vefsvæði. Einnig verður þó í boði önnur skráningarleið fyrir þá sem ekki geta nýtt Ísland.is.“ Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Þetta kemur fram Samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformin eru kynnt. Þar segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. Mikið hefur rætt um það á síðustu árum hvernig bregðast skuli við orkuskiptunum varðandi fjármögnun vegasamgangna, en eigendur rafbíla hafa notið ýmissa ívilnana á síðustu árum. Fjölgun sparneytinna bíla hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað umtalsvert og muni halda áfram að lækka á næstu árum verði ekkert að gert. Ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi Í greinargerð með frumvarpinu segir að samhliða þróuninni hafi myndast vaxandi ójafnræði í núverandi gjaldtökukerfi milli þeirra sem nýti samgönguinnviðina. „Á sama tíma er fyrir hendi viðvarandi þörf fyrir, og áform um, að byggja upp og viðhalda vegakerfinu. Sú þörf mun síst minnka í fyrirsjáanlegri framtíð með vaxandi íbúafjölda, grósku í ferðaþjónustu og tilheyrandi umferð. Við þessari þróun þarf að bregðast og innleiða nýtt einfaldara, gagnsærra og sjálfbærara fyrirkomulag gjaldtöku til framtíðar. Áformað er að leggja fram frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar hreinorkubíla (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) annars vegar og tengiltvinnbíla hins vegar (fólks- og sendibíla) frá og með 1. janúar 2024. Með því móti verður mun betri samsvörun á milli tekna af kílómetragjaldi vegna aksturs slíkra bíla á vegum og þörf fyrir uppbyggingu og viðhald vegakerfisins,“ segir í greinargerðinni. Bensín- og dísilbílar bætast við 2025 Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins kemur fram að aðlögun fjármögnunar vegasamgangna að orkuskiptum fari fram í tveimur áföngum: Fyrra skrefið verður stigið á næsta ári með innleiðingu kílómetragjalds fyrir notkun rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla sem hafa hingað til borið takmarkaðan kostnað af notkun vegakerfisins. Seinna skrefið verður stigið í ársbyrjun 2025 þegar dísel- og bensínbílar fara einnig að greiða kílómetragjald. Samhliða er gert er ráð fyrir að eldri gjöld á borð við vörugjöld af eldsneyti muni eftir atvikum lækka eða falla niður, þó kolefnisgjald verði áfram greitt. Með innleiðingu á nýju kerfi í tveimur skrefum nái það einungis til hluta bílaflotans á fyrra ári og þannig verði hægt að draga lærdóma af innleiðingunni og styrkja fyrirkomulagið enn frekar til framtíðar. Jafnræði óháð orkugjafa Ennfremur segir að jafnræði meðal notenda vegakerfisins sé lykilatriði í þróun þess til framtíðar, þar sem allir ættu að greiða í samræmi við notkun óháð orkugjafa. „Lögð er áhersla á að gjöld endurspegli þann kostnað sem notkun leiðir af sér. Með innleiðingu kílómetragjalds á næsta ári fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla munu notendur þeirra greiða líkt og notendur bíla með aðra orkugjafa. Kostnaður vegna rekstrar slíkra bíla verður hins vegar áfram umtalsvert minni. Á þessu ári greiðir eigandi bensínbíls með meðaleyðslu 7 l á hundrað km, sem ekur 14 þús. km (meðalakstur fólksbíla 2022), um 84 þús.kr. á ári fyrir notkun í formi vörugjalda á bensín, sem líta má á sem ígildi kílómetragjalds. Það jafngildir 7 þ.kr. á mánuði. Í áætlunum um verkefnið hefur verið miðað við að kílómetragjald verði 6 kr. á næsta ári á rafmagns- og vetnisbíla og því mun eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd greiða sama gjald fyrir afnot vegakerfisins og bensínbíllinn. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða 2 kr. kílómetragjald á næsta ári, eða 1/3 á við rafmagnsbíla – enda nota þeir bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti og greiða áfram tilheyrandi gjöld fyrir notkun hins síðarnefnda. Myndin hér að neðan sýnir samanburð á helstu kostnaðarliðum við dæmigerðan bensínbíl og rafmagnsbíl árið 2024 að viðbættu kílómetragjaldi fyrir rafmagnsbíla á næsta ári,“ segir í tilkynningunni. Greitt mánaðarlega Þá segir að kílómetragjald verði áætlað og greitt með svipuðum hætti og gjöld fyrir þjónustu veitu- og orkufyrirtækja vegna sölu á heitu vatni og rafmagni til heimila og fyrirtækja. „Þannig verður greitt mánaðarlega og byggt á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu. Gjaldtakan verður byggð á akstursáætlun á grundvelli upplýsinga sem umráðamenn bíla skrá inn á Ísland.is, í smáforriti eða á vefsvæði. Einnig verður þó í boði önnur skráningarleið fyrir þá sem ekki geta nýtt Ísland.is.“
Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Nýir eigendur Skagans stefna á að hefja starfsemi í nóvember Viðskipti innlent Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Atvinnulíf Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Viðskipti erlent Segir aðför Eflingar með ólíkindum Viðskipti innlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskipti erlent Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira