Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2023 23:52 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir. Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir.
Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira