Innlent

Sendi­herrann sagður farinn úr landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Mik­haíl V. Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi,
Mik­haíl V. Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi, Stöð 2/Arnar

Rússneski sendiherrann á Íslandi er sagður farinn úr landi. Íslensk stjórnvöld mæltust til þess að sendiherrann færi heim þegar þau ákváðu að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu í síðasta mánuði.

Mbl.is segir að Mikhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á íslandi, hafi yfirgefið landið á föstudag. Rússneska sendiráðið gat ekki svarað fyrirspurn Vísis þegar eftir því var leitað nú fyrir hádegið.

Íslensk stjórnvöld ákváðu að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu í ljósi núverandi aðstæðna 9. júní. Á sama tíma beindu þau þeim tilmælum til rússneskar stjórnvalda að draga úr starfsemi sendiráðs síns hér á landi. Það fæli meðal annars í sér að sendiherra stýrði ekki lengur sendiráðinu. Utanríkisráðherra sagðist gera ráð fyrir að það þýddi að sendiherrann yfirgæfi landið.

Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússlands og vesturlanda frá upphafi innrásar Rússlans í Úkraínu í febrúar 2022. Vestræn ríki hafa lagt fjölda refsiaðgerða á Rússland, dregið úr viðskiptum og takmarkað samskipti vegna innrásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×