Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 22:08 Benjamin Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Stöð 2/Arnar Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. Húsasmiðjan gaf í dag út svokallaðan sumarútsölubækling þar sem boðaður er allt að helmingsafsláttur af völdum vörum. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir þó að maðkur sé í mysunni. Í samtali við Vísi segir hann að fyrir skömmu hafi hann komið á fót rafrænu eftirliti með verði hér og þar, þar sem fæstar verslanir bjóði upp á verðsögu. „Svo tók ég eftir þessu í dag, ég skima þetta af og til, að vörur sem ég sá að höfðu hækkað um daginn voru að lækka aftur núna. Ég velti því fyrir mér hvað gæti orsakað það og kíkti á allt gagnasettið. Þá kemur í ljós að margar af þeim vörum sem fóru á útsölu í dag höfðu hækkað í verði fyrir þremur dögum síðan.“ Birti gögnin Benjamin Julian ákvað að gera gögnin aðgengileg á Grid, íslenskri vefsíðu þar sem hægt er að birta gögn á myndrænan hátt. Færsla hans á vefsíðunni ber titilinn Hvenær er útsala útsala?. Þar má meðal annars sjá grafið hér að neðan. Það sýnir verðþróun ýmissa vara, sem fóru á útsölu í dag, síðustu fimm daga. „Í dag lækkaði Húsasmiðjan verð á fjölmörgum vörum - „allt að 50% afsláttur“. Reyndar þarf stækkunargler til að finna vörur sem lækkað hafa um 50% í verði, en það eru ekki stóru tíðindin. Stóru tíðindin eru þau sem ekki er sagt frá í sumarbæklingnum: Að fyrir þremur dögum hækkaði verð á yfir 200 vörum sem lækkaði síðan aftur í verði í dag. Hlutfallsbreytingarnar, dag fyrir dag, má sjá á grafinu hér að ofan,“ segir í færslu Benjamins. Raunmeðalafsláttur 25 prósent annars vegar en aðeins 12,5 prósent hins vegar Benjamin Julian segir að gífurlegur munur sé á raunafslætti þeirra vara sem hækkaðar voru fyrir þremur dögum og þeirra sem ekki voru hækkaðar. „Það sem skilur hópana að er hins vegar, og auðvitað, að afslátturinn er sagður hærri á þeim vörum sem voru fyrst hækkaðar og svo lækkaðar. Að meðaltali eru hinar vörurnar á 25% afslætti, en kraftaverkavörurnar sem fóru til himna og stigu svo niður þremur dögum síðar eru á 30% afslætti fyrir vikið,“ segir í færslu Julians og munurinn er sýndur myndrænt: Þá sést í töflu í færslunni að raunafsláttur þeirra vara sem hækkaðar voru í vikunni er hæstur 37,7 prósent en lægstur neikvæður um 0,9 prósent. Vísvitandi blekking Benjamin Julian segir að um 1500 vörur séu á útsölu hjá Húsasmiðjunni og að aðeins um 200 þeirra hafi hækkað í verði í vikunni. Meðalafsláttur þeirra vara sem hafa ekkert breyst undanfarið sé 25 prósent í bæklingnum en þrjátíu prósent í hinum flokknum. „Þannig að það er mjög augljóst að það er mjög vísvitandi verið að færa til verðið á þessum vörum til þess að láta afsláttinn líta þannig út. Ég veit ekki hvað annað maður á að kalla þetta, það kann að vera að einhver í Húsasmiðjunni kunni skýringu á þessu, en að mínu viti er þetta bara blekking.“ „Svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt“ Benjamin Julian segir það miður að fleiri verslanir bjóði ekki upp á verðsögu í vefverslunum sínum. Í því felist mikil vernd fyrir neytendur. „En þar sem hún er ekki aðgengileg, þar er hægt að leika svona leiki. Það er að mínu mati svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt,“ segir hann. Þessu vill Benjamin Julian ráða bót á með rafræna verðlagseftirlitinu sínu. Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Húsasmiðjan gaf í dag út svokallaðan sumarútsölubækling þar sem boðaður er allt að helmingsafsláttur af völdum vörum. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir þó að maðkur sé í mysunni. Í samtali við Vísi segir hann að fyrir skömmu hafi hann komið á fót rafrænu eftirliti með verði hér og þar, þar sem fæstar verslanir bjóði upp á verðsögu. „Svo tók ég eftir þessu í dag, ég skima þetta af og til, að vörur sem ég sá að höfðu hækkað um daginn voru að lækka aftur núna. Ég velti því fyrir mér hvað gæti orsakað það og kíkti á allt gagnasettið. Þá kemur í ljós að margar af þeim vörum sem fóru á útsölu í dag höfðu hækkað í verði fyrir þremur dögum síðan.“ Birti gögnin Benjamin Julian ákvað að gera gögnin aðgengileg á Grid, íslenskri vefsíðu þar sem hægt er að birta gögn á myndrænan hátt. Færsla hans á vefsíðunni ber titilinn Hvenær er útsala útsala?. Þar má meðal annars sjá grafið hér að neðan. Það sýnir verðþróun ýmissa vara, sem fóru á útsölu í dag, síðustu fimm daga. „Í dag lækkaði Húsasmiðjan verð á fjölmörgum vörum - „allt að 50% afsláttur“. Reyndar þarf stækkunargler til að finna vörur sem lækkað hafa um 50% í verði, en það eru ekki stóru tíðindin. Stóru tíðindin eru þau sem ekki er sagt frá í sumarbæklingnum: Að fyrir þremur dögum hækkaði verð á yfir 200 vörum sem lækkaði síðan aftur í verði í dag. Hlutfallsbreytingarnar, dag fyrir dag, má sjá á grafinu hér að ofan,“ segir í færslu Benjamins. Raunmeðalafsláttur 25 prósent annars vegar en aðeins 12,5 prósent hins vegar Benjamin Julian segir að gífurlegur munur sé á raunafslætti þeirra vara sem hækkaðar voru fyrir þremur dögum og þeirra sem ekki voru hækkaðar. „Það sem skilur hópana að er hins vegar, og auðvitað, að afslátturinn er sagður hærri á þeim vörum sem voru fyrst hækkaðar og svo lækkaðar. Að meðaltali eru hinar vörurnar á 25% afslætti, en kraftaverkavörurnar sem fóru til himna og stigu svo niður þremur dögum síðar eru á 30% afslætti fyrir vikið,“ segir í færslu Julians og munurinn er sýndur myndrænt: Þá sést í töflu í færslunni að raunafsláttur þeirra vara sem hækkaðar voru í vikunni er hæstur 37,7 prósent en lægstur neikvæður um 0,9 prósent. Vísvitandi blekking Benjamin Julian segir að um 1500 vörur séu á útsölu hjá Húsasmiðjunni og að aðeins um 200 þeirra hafi hækkað í verði í vikunni. Meðalafsláttur þeirra vara sem hafa ekkert breyst undanfarið sé 25 prósent í bæklingnum en þrjátíu prósent í hinum flokknum. „Þannig að það er mjög augljóst að það er mjög vísvitandi verið að færa til verðið á þessum vörum til þess að láta afsláttinn líta þannig út. Ég veit ekki hvað annað maður á að kalla þetta, það kann að vera að einhver í Húsasmiðjunni kunni skýringu á þessu, en að mínu viti er þetta bara blekking.“ „Svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt“ Benjamin Julian segir það miður að fleiri verslanir bjóði ekki upp á verðsögu í vefverslunum sínum. Í því felist mikil vernd fyrir neytendur. „En þar sem hún er ekki aðgengileg, þar er hægt að leika svona leiki. Það er að mínu mati svínslegt og ætti ekki að vera leyfilegt,“ segir hann. Þessu vill Benjamin Julian ráða bót á með rafræna verðlagseftirlitinu sínu.
Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira