Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2023 09:28 Stóra Laxá í Hreppum opnaði með glæsibrag 21. júní og það var alveg reiknað með ágætri opnun því það er töluvert síðan fyrstu laxarnir sáust. Það hefur oft verið opnað í ánni með vænum löxum en það er ekkert víst að það hafi jafn margir stórlaxar komið upp í fyrsta holli þar áður. Opnunin skilaði sautján löxum á land og það var eitthvað sem slapp en samt mun minna en maður ætti von á. Ástæðan er sú að í þessu holli voru þaulvanir veiðimenn sem eru ekki að taka á sínum fyrstu stórlöxum. Stærsti laxinn var 99 sm og svo kom annar 98 sm. Tveir 93 sm voru náðust líka og þetta eru allt eins og myndirnar bera með sér sannkallaðir stórlaxar. Meðal veiðistaða sem voru að gefa má nefna Flatarbúð, Heimahyljir, Hólmabreiða, Katlar, Stekkjarnef og Bergsnös en þeir tveir síðast nefndu eru oftar en ekki með þeim gjöfulli. Þeir tilheyra neðra svæðinu eins og það er kallað eftir að svæðunum var breytt. Nú er gamla svæði fjögur kallað efra svæði og svæði eitt til þrjú rennu saman í það sem er kallað neðra svæði. Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði
Það hefur oft verið opnað í ánni með vænum löxum en það er ekkert víst að það hafi jafn margir stórlaxar komið upp í fyrsta holli þar áður. Opnunin skilaði sautján löxum á land og það var eitthvað sem slapp en samt mun minna en maður ætti von á. Ástæðan er sú að í þessu holli voru þaulvanir veiðimenn sem eru ekki að taka á sínum fyrstu stórlöxum. Stærsti laxinn var 99 sm og svo kom annar 98 sm. Tveir 93 sm voru náðust líka og þetta eru allt eins og myndirnar bera með sér sannkallaðir stórlaxar. Meðal veiðistaða sem voru að gefa má nefna Flatarbúð, Heimahyljir, Hólmabreiða, Katlar, Stekkjarnef og Bergsnös en þeir tveir síðast nefndu eru oftar en ekki með þeim gjöfulli. Þeir tilheyra neðra svæðinu eins og það er kallað eftir að svæðunum var breytt. Nú er gamla svæði fjögur kallað efra svæði og svæði eitt til þrjú rennu saman í það sem er kallað neðra svæði.
Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði