Innlent

Sæ­var kosinn for­maður Hugar­afls

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sævar Þór Jónsson er nýr formaður aðalstjórnar Hugarafls.
Sævar Þór Jónsson er nýr formaður aðalstjórnar Hugarafls. Vísir/Vilhelm

Sævar Þór Jónsson lögmaður hefur verið kosinn formaður aðalstjórnar samtakanna Hugarafls. Sævar starfar sem lögmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar kemur fram að Sævar hafi í gegnum tíðina setið í stjórnum félaga og félagasamtaka. Hann hefur meðal annars setið í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2017 til 2018 og verið í úrskurðarnefnd vátryggingarmála frá árinu 2010 til 2017. 

Sævar var deildarstjóri lögræði- og úrskurðardeildar Skattstjórans í Reykjavík á árunum 2006 til 2009. Þá hefur hann hefur sinnt stundakennslu á sviði skattarétta. Sævar er með MBA gráðu.

Sævar er giftur Lárusi S. Lárussyni lögmanni og fyrrverandi stjórnarformanni Menntastjóðs námsmanna. Saman eiga þeir soninn Andra Jón Lárusson Sævarsson. Stjórn Hugarafls og framkvæmdastjórn samtakanna óskar nýjum formanni góðs gengis á nýju starfsári aðalstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×