Neytendur

Sláandi munur á risa­rækjum sem kostuðu jafn­mikið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Munurinn á risarækjunum frá Cafe Riis (til vinstri) og risarækjum ónefnda staðarins (til hægri) var gríðarlegur þó þær hefðu kostað jafnmikið.
Munurinn á risarækjunum frá Cafe Riis (til vinstri) og risarækjum ónefnda staðarins (til hægri) var gríðarlegur þó þær hefðu kostað jafnmikið. Aðsent

Eyþór Jóvinsson, bóksali, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann vakti athygli á sláandi mun á tveimur risarækjuréttum sem hann borðaði. Réttirnir kostuðu báðir 3500 krónur en munurinn á framsetningu og bragði var gífurlegur.

Risarækjurnar hjá Cafe Riis í Hólmavík.Aðsent

Á öðrum staðnum höfðu rækjurnar verið bornar fallega fram í skál með lauk og baguette-brauði. Á hinum staðnum hafði þeim verið hrúgað á disk mitt á milli skorinnar ristaðrar brauðsneiða.

Vísir hafði samband við Eyþór, sem rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri, til að forvitnast hvaðan réttirnir væru. 

Hann sagði að staðurinn sem bar rækjurnar myndarlega fram hefði verið Cafe Riis á Hólmavík en hins vegar vildi hann ekki nafngreina hinn staðinn.

Rækur ónefnda staðarins.Aðsent

Þá sagði hann að réttirnir hefðu ekki bara kostað það sama heldur hefði lýsingin á réttunum verið nánast sú sama á matseðlum staðanna.

Aðspurður út í það hvort rækjumagnið hafi verið sambærilegt sagði Eyþór að það hefðu verið örlítið fleiri rækjur hjá Cafe Riis. 

„En þær voru líka rétt eldaðar, hitt var alveg gegnsteikt, grjóthart og frekar vont. Eins og sést á myndunum var þetta juicy og mjög gott hjá Cafe Riis,“ sagði hann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×