Innlent

Ó­þekktur maður kramdi bíl með gröfu

Árni Sæberg skrifar
Hægðarleikur er að skemma bíl með gröfu, sé sá ankannalegi vilji fyrir hendi. Þessi grafa tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Hægðarleikur er að skemma bíl með gröfu, sé sá ankannalegi vilji fyrir hendi. Þessi grafa tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Stöð 2/Sigurjón

Á níunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um skemmdarverk á Kjalarnesi. Þar hafði bifreið verið kramin með gröfu. Lögregla veit ekki hver framdi skemmdarverkið bíræfna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu fyrir daginn. Þar segir að 63 mál hafi verið tilkynnt í skráningarkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag.

Lögregla sinnti hefðbundnum útköllum vegna tilkynninga um grunsamlegar mannaferðir, deilur milli manna og lítilsháttar líkamsárás, svo eitthvað sé nefnt. Seinni málin tvö voru leyst á vettvangi.

Þá var tilkynnt um slasaðan mann í miðbænum á tólfta tímanum í dag. Þegar viðbragðsaðila bar að garði var maðurinn hins vegar hvergi sjáanlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×