Viðskipti innlent

Monika tekur við for­mennsku af Hannesi

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Már Ólafsson ritari, Grétar Jónasson framkvæmdastjóri, Aron Freyr Eiríksson varaformaður, Kristín S. Sigurðardóttir gjaldkeri, Monika Hjálmtýsdóttir formaður og Herdís Valb. Hölludóttir meðstjórnandi. Á myndina vantar Snorra Sigurðarson varamann stjórnar.
Ólafur Már Ólafsson ritari, Grétar Jónasson framkvæmdastjóri, Aron Freyr Eiríksson varaformaður, Kristín S. Sigurðardóttir gjaldkeri, Monika Hjálmtýsdóttir formaður og Herdís Valb. Hölludóttir meðstjórnandi. Á myndina vantar Snorra Sigurðarson varamann stjórnar. FF

Monika Hjálmtýsdóttir hefur tekið verið formennsku í Félagi fasteignasala. Hún tekur við af Hannesi Steindórssyni sem hafði gegnt embættinu frá 2021.

Í tilkynningu frá félaginu segir að 2023 sé fjörutíu ára afmælisár Félags fasteignasala.

Hannes Steindórsson hafði gegnt embætti formanns Félags fasteignasala frá árinu 2021.FF

Haft er eftir Moniku að framundan séu fjölmörg verkefni á vegum stjórnarinnar, meðal annars innleiðing og þróun rafrænna þinglýsinga í fasteignaviðskiptum, samskipti við opinbera aðila og aðra er tengjast fasteignamarkaðnum, áframhaldandi styrkingu endurmenntunar og siðareglna félagsmanna FF og endurbætur á fasteignavef FF sem sé að finna á Vísi.

Þá muni stjórnin áfram stuðla að framþróun fasteignaviðskipta og auknu öryggi neytenda í þeim efnum.

Stjórn FF á árinu 2023 – 2024 er þannig skipuð:

  • Monika Hjálmtýsdóttir, formaður
  • Aron Freyr Eiríksson, varaformaður
  • Herdís Valb. Hölludóttir, meðstjórnandi
  • Kristín Sigurey Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Ólafur Már Ólafsson, ritari
  • Snorri Sigurðsson, varamaður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×