Neytendur

Lækka verð á timbri um heil tíu prósent

Jakob Bjarnar skrifar
Þau hjá Húsasmiðjunni eru stolt af því að geta lækkað verð á timbri. „Sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því,“ segir Árni Stefánsson forstjóri.
Þau hjá Húsasmiðjunni eru stolt af því að geta lækkað verð á timbri. „Sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því,“ segir Árni Stefánsson forstjóri. vísir/vilhelm

Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent.

Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú.

Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“

Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári:

„Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“

Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir:

„Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×