Séðir ættu að „geta komið sjö, átta páskaeggjum í pokann“ á lagersölu Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2023 09:46 Lagersalan mun fara fram milli klukkan 16 og 18 á morgun. „Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann.“ Þetta segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um lagersölu á óseldum páskaeggjum sem fyrirtækið hefur ákveðið að blása til í húsnæði fyrirtækisins á Hesthálsi í Reykjavík á morgun. Auðjón segir í samtali við Vísi að vanalega endurvinni fyrirtækið páskaeggin sem ekki seljast – nýti í aðrar vörur, gefi til góðgerðarstofnana eða selji til aðila í útlöndum. „Nú hafa hins vegar borist sérstaklega margar óskir um að fá að kaupa páskaeggin á ódýrara verði, nú þegar páskarnir eru búnir. Við ákváðum að kanna málið og í kjölfarið að ráðast í þessa lagersölu. Það virðist rosalegur áhugi á þessu,“ segir Auðjón. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.Aðsend Bjóða poka á tvö þúsund krónur Auðjón segir lagersöluna fara fram milli klukkan 16 og 18 á morgun. „Það verður bara þannig að fyrstir koma, fyrstir fá. Við munum bjóða fólki að kaupa poka við innganginn á tvö þúsund krónur og fólki verður þá frjálst að reyna að koma eins mörgum páskaeggjum fyrir í pokann og hægt er. Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann,“ segir Auðjón og vísar þar í að fólki sé frjálst að brjóta páskaeggin til að koma fleiri páskaeggjum fyrir. Fleiri bretti Auðjón segist ekki vera með nákvæma tölu hvað þetta eru mörg páskaegg sem verða þarna í boði. „Þetta er góður slatti. Fleiri, fleiri bretti.“ Hann segir að auk þess eigi eftir að taka frá einhvern hluta páskaeggjanna frá fyrir góðgerðarsamtök. Fyrirtækið muni þó bíða með mögulega sölu á páskaeggjum til aðila erlendis. Staðan varðandi hana verði tekin að lagersölunni lokinni. Sælgæti Reykjavík Neytendur Páskar Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira
Þetta segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um lagersölu á óseldum páskaeggjum sem fyrirtækið hefur ákveðið að blása til í húsnæði fyrirtækisins á Hesthálsi í Reykjavík á morgun. Auðjón segir í samtali við Vísi að vanalega endurvinni fyrirtækið páskaeggin sem ekki seljast – nýti í aðrar vörur, gefi til góðgerðarstofnana eða selji til aðila í útlöndum. „Nú hafa hins vegar borist sérstaklega margar óskir um að fá að kaupa páskaeggin á ódýrara verði, nú þegar páskarnir eru búnir. Við ákváðum að kanna málið og í kjölfarið að ráðast í þessa lagersölu. Það virðist rosalegur áhugi á þessu,“ segir Auðjón. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus.Aðsend Bjóða poka á tvö þúsund krónur Auðjón segir lagersöluna fara fram milli klukkan 16 og 18 á morgun. „Það verður bara þannig að fyrstir koma, fyrstir fá. Við munum bjóða fólki að kaupa poka við innganginn á tvö þúsund krónur og fólki verður þá frjálst að reyna að koma eins mörgum páskaeggjum fyrir í pokann og hægt er. Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann,“ segir Auðjón og vísar þar í að fólki sé frjálst að brjóta páskaeggin til að koma fleiri páskaeggjum fyrir. Fleiri bretti Auðjón segist ekki vera með nákvæma tölu hvað þetta eru mörg páskaegg sem verða þarna í boði. „Þetta er góður slatti. Fleiri, fleiri bretti.“ Hann segir að auk þess eigi eftir að taka frá einhvern hluta páskaeggjanna frá fyrir góðgerðarsamtök. Fyrirtækið muni þó bíða með mögulega sölu á páskaeggjum til aðila erlendis. Staðan varðandi hana verði tekin að lagersölunni lokinni.
Sælgæti Reykjavík Neytendur Páskar Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Sjá meira