Innlent

Leggja gervi­gras í Hljóm­skála­garðinum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá tónleikum í Hljómskálagarðinum á menningarnótt árið 2018.
Frá tónleikum í Hljómskálagarðinum á menningarnótt árið 2018. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 

Tilgangurinn með framkvæmdinni er að gera garðinn betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum, líkt og 17. júní, hinsegin daga og menningarnótt. Til að svæðið þoli álag verður lagt slitþolið gervigras, svipað því og sett er á fótboltavelli. 

Undir gervigrasflötinni verður drenlagakerfi sem veitir vatni frá þegar rignir mikið. Þá verður vökvunarkerfi komið fyrir sem hægt er að nota þegar þurrt er. Með þessu er ætlast til þess að flötin verði viðhaldsminni en hefur verið. 

Mynd af framkvæmdasvæðinu.Reykjavíkurborg

Upphækkað gervigrassvæði verður á norðurhluta flatarinnar þar sem er pláss fyrir tímabundið svið. Er hún afmörkuð með grágrýtishleðslu með innfelldri lýsingu og hellulagðri gönguleið. VIð flötina verður svæði fyrir þjónustubíla vega viðburða og á aðliggjandi svæði verður aðstaða fyrir matarvagna. 

Stefnt er á að framkvæmdum ljúki fyrir menningarnótt sem er þann 19. ágúst næstkomandi. Þeir viðburðir sem eiga sér stað í millitíðinni verða haldnir annars staðar í garðinum. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdin hafi teljandi áhrif á umferð um garðinn og nágrenni hans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×