Fantamikill Fanta-skortur tilkominn vegna nýs vélabúnaðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 11:35 Það hefur verið Fanta-skortur á landinu undanfarið. Samsett/Vísir/Coca-Cola Neytendur hafa tekið eftir því undanfarið að Fanta og Coke Light hafa verið illfáanleg í verslunum. Ástæðan er hik á framleiðslu drykkjanna í kjölfar fjárfestingar Coca-Cola á nýjum vélabúnaði hérlendis. Markaðsstjóri segir fyrirtækið reyna að anna eftirspurn en þurfi líka að forgangsraða. Ástæðan fyrir skorti á ýmsum drykkjum Coca-Cola í verslunum er að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Coca-Cola, tilkomin vegna breytinga á vélabúnaði og hiks í framleiðslu í kjölfar þeirra. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna Evróputilskipunar sem skyldar framleiðendur til að framleiða flöskur með áföstum töppum. „Við erum að fjárfesta í nýjum vélabúnaði og það var smá hik til að byrja með en þetta er allt komið á fullt,“ sagði Stefán Magnússon aðspurður út í meintan Fantaskort. Og bætti strax við „En það er nóg til í dósum.“ Reyna að sinna eftirspurninni en þurfa að forgangsraða „Við vorum að skipta út línunum okkar og fórum í umhverfisvænni vélabúnað og þurftum að byggja upp lager sem átti að duga í heilan mánuð, taka niður gömlu vélarnar og setja inn þær nýju. Það er allt komið í gang en það voru einhver vörunúmer sem kláruðust,“ sagði Stefán um breytingarnar. Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.Aðsend „Við erum bara að reyna að anna eftirspurninni en erum smá eftir á í þessu sem getur gerst þegar það er verið að gera eitthvað nýtt.“ Stefán segir að þau séu að framleiða allt á fullu en þurfi þó að forgangsraða. „Við framleiðum fyrst það sem selst best,“ segir hann og bætir við að svona stórum breytingum fylgi líka strangari gæðaúttektir en vanalega sem séu tímafrekar. Flöskurnar með áföstu töppunum sem Vísir fjallað um nýlega er hluti af þessari nýju línu sem Coca-Cola er að ráðast í. Að sögn Stefáns eru nýju tapparnir mikil breyting fyrir neytendur og það sé viðbúið að einhverjir verði ósáttir og muni þurfa að venjast breytingunum. Aftur á móti sé þetta krafa á alla framleiðendur í Evrópu enda Evróputilskipun. Þetta sé því framtíðin hjá öllum. Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05 Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Sorpa í Hafnarfirði opnar framvegis klukkan níu um helgar Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Ástæðan fyrir skorti á ýmsum drykkjum Coca-Cola í verslunum er að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Coca-Cola, tilkomin vegna breytinga á vélabúnaði og hiks í framleiðslu í kjölfar þeirra. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna Evróputilskipunar sem skyldar framleiðendur til að framleiða flöskur með áföstum töppum. „Við erum að fjárfesta í nýjum vélabúnaði og það var smá hik til að byrja með en þetta er allt komið á fullt,“ sagði Stefán Magnússon aðspurður út í meintan Fantaskort. Og bætti strax við „En það er nóg til í dósum.“ Reyna að sinna eftirspurninni en þurfa að forgangsraða „Við vorum að skipta út línunum okkar og fórum í umhverfisvænni vélabúnað og þurftum að byggja upp lager sem átti að duga í heilan mánuð, taka niður gömlu vélarnar og setja inn þær nýju. Það er allt komið í gang en það voru einhver vörunúmer sem kláruðust,“ sagði Stefán um breytingarnar. Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.Aðsend „Við erum bara að reyna að anna eftirspurninni en erum smá eftir á í þessu sem getur gerst þegar það er verið að gera eitthvað nýtt.“ Stefán segir að þau séu að framleiða allt á fullu en þurfi þó að forgangsraða. „Við framleiðum fyrst það sem selst best,“ segir hann og bætir við að svona stórum breytingum fylgi líka strangari gæðaúttektir en vanalega sem séu tímafrekar. Flöskurnar með áföstu töppunum sem Vísir fjallað um nýlega er hluti af þessari nýju línu sem Coca-Cola er að ráðast í. Að sögn Stefáns eru nýju tapparnir mikil breyting fyrir neytendur og það sé viðbúið að einhverjir verði ósáttir og muni þurfa að venjast breytingunum. Aftur á móti sé þetta krafa á alla framleiðendur í Evrópu enda Evróputilskipun. Þetta sé því framtíðin hjá öllum.
Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05 Mest lesið Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Sorpa í Hafnarfirði opnar framvegis klukkan níu um helgar Landsbankinn og Arion lækka vexti „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05