Viðskipti innlent

Birta nýr markaðs­stjóri Arctic Adventures

Birta Ísólfsdóttir
Birta Ísólfsdóttir Aðsend

Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi.

Í tilkynningu kemur fram að Birta sé með próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og stundað meistaranám við sama skóla. 

Hún hafi einnig starfað sem hönnuður og hönnunarstjóri hjá fyrirtækjum á borð við NTC og 66° Norður. Hún hefur þegar hafið störf hjá Arctic Adventures.

Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar og nær saga þess aftur til 1983. Um tvö hundruð starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu bæði á Íslandi og í Vilnius.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×