Neytendur

Allt að 41 prósent verðmunur á páskaeggjum

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Mest var 41 prósent munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3.
Mest var 41 prósent munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3. Vísir/Vilhelm

Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum.

Krónan var með lægsta verðið í fjórum tilvikum og verð á öðum páskaeggjum í versluninni var einni krónu hærra en verð hjá Bónus.

Iceland var oftast með hæsta verðið á páskaeggjum, í 19 tilvikum af 32 og Hagkaup í 14 tilvikum en verð í báðum verslunum var um 17 prósent hærra en lægsta verð.

Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var 27 prósent hærra en lægsta verð en einungis níu páskaegg af þeim sem voru í könnuninni fengust í versluninni.

Algengast var að 20-30 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum eða í 18 tilfellum af 32. 

Næst algengast var að 10-20 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði, í 13 tilfellum.

Mest var 41 prósent munur á hæsta og lægsta verði á Góu páskaeggi nr. 3. Lægst var verðið í Krónunni, 995 kr. og einungis þremur krónum hærra í Fjarðarkaupum, 998 kr. Hæst var verðið í Iceland, 1.399 kr.

Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is.

Niðurstöður verðkönnunar ASÍ.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×