Í tilkynningu frá IKEA segir að öryggi sé alltaf efst á forgangslista fyrirtækisins og því hafi verið ákveðið að innkalla veiðileikinn vegna mögulegrar köfnunarhættu.
„Við vöruþróun notast IKEA við strangt áhættumat og prófanir til að tryggja að vörur okkar standist öll gildandi lög og staðla á þeim mörkuðum þar sem þær eru seldar.
Þrátt fyrir þessar öryggisprófanir höfum við fengið upplýsingar um að litar málmfestingar í leikfanginu geti losnað og haft í för með sér mögulega köfnunarhættu, sérstaklega hjá ungum börnum. Því er BLÅVINGAD veiðileikurinn innkallaður.
Hægt er að skila BLÅVINGAD veiðileiknum í IKEA versluninni og fá hann endurgreiddan að fullu. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu.