Innlent

Loka sund­lauginni á Sauð­ár­króki vegna kulda­kastsins

Atli Ísleifsson skrifar
Heitir pottar á Sauðárkróki.
Heitir pottar á Sauðárkróki. Skagafjörður

Búið er að loka suðndlauginni á Sauðárkróki vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir í norðanáttinni. Þrýstingur hefur fallið í hitaveitu í bænum á síðustu dögum, fyrst í efri byggðum en síðar í öllum bænum.

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að búið er að loka sundlauginni og hafa stórnotendur verið beðnir um að draga úr notkun.

„Skagafjarðarveitur biðja viðskiptavini sína að draga úr heitavatnsnotkun eftir því sem kostur er, minnka innspýtingar í plön og rennsli í heita potta.

Skagafjarðarveitur biðjast jafnframt velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, en vonast er til að ástandið lagist þegar líður á daginn,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×