Viðskipti innlent

Einar ráðinn fram­kvæmda­stjóri Sólar

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Hannesson.
Einar Hannesson. Aðsend

Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Einar hafi viðamikla reynslu af rekstri og stjórnun en fram á síðasta haust hafi hann starfað í tæp sex ár sem framkvæmdastjóri Fastus. 

„Þar áður starfaði Einar lengstum sem útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og forstöðumaður hjá Icelandair Ground Services, auk þess að hafa setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja. Einar er með BSc gráðu í iðnaðartæknifræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

Sólar eru eitt af stærstu ræstingarfyrirtækjum landsins með um 450 starfsmenn sem starfa við almenn þrif, hreingerningar og sérverkefni,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×