Neytendur

Með birgðir fram yfir helgi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verslanir Bónuss eru með birgðir fram yfir helgi.
Verslanir Bónuss eru með birgðir fram yfir helgi. Vísir/Vilhelm

Nóg af birgðum eru í Bónus fram yfir helgi. Örfáir eru byrjaðir að hamstra og labba út með fleiri vörur en venjulega. Markaðsstjórinn segist ekki of stressaður. 

Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, segist ekki vera of stressaður með áhrifin sem verkfall olíubílstjóra kann að hafa á verslanir fyrirtækisins. Ástandið sé þó auðvitað ekki gott. 

„Við erum búin að vera aðeins að birgja okkur upp og eigum nóg fram eftir helgi. Vonandi verður þetta leyst fyrir þann tíma og þurfum ekki að pæla í næstu skrefum,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. 

Ekki er hægt að eiga nægar birgðir af öllu, eins og ferskvöru. Nóg er þó í búðunum eins og staðan er í dag svo það er lítið stress í gangi. Aðspurður hvort fólk sé byrjað að hamstra segir Baldur að hann eigi eftir að skoða það betur. 

„Ég hef ekki heyrt mikið af því en hef heyrt að það sé aðeins meira en venjulega, stærri körfur,“ segir Baldur. 


Tengdar fréttir

Svona er staðan á bensín­stöðvunum

Olíufyrirtækið N1 hefur lokað fyrir afgreiðslu á bensíni eða dísel á nokkrum stöðvum á suðvesturhorninu. Tankar eru víða að tæmast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×